Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. nóvember 2022 10:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Klara Bjartmarz: Engin spurning að það má gera betur í þessum málum
Icelandair
Klara Bjartmarz og Vanda Sigurgeirsdóttir.
Klara Bjartmarz og Vanda Sigurgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sér­merkta lands­liðs­treyjan, líkt og Aron Einar fékk í gær, sé frum­kvæði sem komi úr her­búðum A-lands­liðs karla.

Landsliðskonur hafa gagnrýnt að ekki sé samræmi í viðurkenningum KSÍ til landsliðsfólks.

„Ég held það sé ekki nokkur spurning um að þetta sé gott fram­tak sem kom úr her­búðum A-lands­liðs karla varðandi að láta út­búa svona sér­merkta treyju. Þetta þarf að sam­ræma fyrir bæði lands­lið. Sú viður­kenning sem er bundin í reglu­gerðir og er sam­þykkt í okkar stefnu er þetta mál­verk sem leik­mönnum sem hafa náð 100 A-lands­leikjum er gefið. Það er eins fyrir bæði karla- og kvenna­lands­liðin," segir Klara í samtali við Fréttablaðið.

„Við heyrum hvað þessar lands­liðs­konur segja og fylgjum því. Það má alltaf gera betur í þessum málum, ekki spurning."

Dagný Brynjarsdóttir benti á að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hafi ekki fengið sérmerkta treyju þegar þær voru búnar að ná 100 landsleikjum. Málið hefur vakið mikla athygli.

Í kjölfarið steig Margrét Lára Viðarsdóttir fram og sagðist aldrei hafa fengið tækifæri til að kveðja almennilega þegar hún lagði landsliðsskóna á hilluna.

Svo sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, frá því á Twitter að hún hefði ekki enn fengið styttuna sem hún átti að fá fyrir 50 landsleiki, fyrir löngu síðan.


Uppfært: Guðbjörg greinir frá því að KSÍ hefði sett sig strax í samband og hún fái styttuna þegar hún kemur heim til Íslands um jólin.
Athugasemdir
banner
banner
banner