Heimild: Fréttablaðið

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sérmerkta landsliðstreyjan, líkt og Aron Einar fékk í gær, sé frumkvæði sem komi úr herbúðum A-landsliðs karla.
Landsliðskonur hafa gagnrýnt að ekki sé samræmi í viðurkenningum KSÍ til landsliðsfólks.
„Ég held það sé ekki nokkur spurning um að þetta sé gott framtak sem kom úr herbúðum A-landsliðs karla varðandi að láta útbúa svona sérmerkta treyju. Þetta þarf að samræma fyrir bæði landslið. Sú viðurkenning sem er bundin í reglugerðir og er samþykkt í okkar stefnu er þetta málverk sem leikmönnum sem hafa náð 100 A-landsleikjum er gefið. Það er eins fyrir bæði karla- og kvennalandsliðin," segir Klara í samtali við Fréttablaðið.
„Við heyrum hvað þessar landsliðskonur segja og fylgjum því. Það má alltaf gera betur í þessum málum, ekki spurning."
Landsliðskonur hafa gagnrýnt að ekki sé samræmi í viðurkenningum KSÍ til landsliðsfólks.
„Ég held það sé ekki nokkur spurning um að þetta sé gott framtak sem kom úr herbúðum A-landsliðs karla varðandi að láta útbúa svona sérmerkta treyju. Þetta þarf að samræma fyrir bæði landslið. Sú viðurkenning sem er bundin í reglugerðir og er samþykkt í okkar stefnu er þetta málverk sem leikmönnum sem hafa náð 100 A-landsleikjum er gefið. Það er eins fyrir bæði karla- og kvennalandsliðin," segir Klara í samtali við Fréttablaðið.
„Við heyrum hvað þessar landsliðskonur segja og fylgjum því. Það má alltaf gera betur í þessum málum, ekki spurning."
Dagný Brynjarsdóttir benti á að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hafi ekki fengið sérmerkta treyju þegar þær voru búnar að ná 100 landsleikjum. Málið hefur vakið mikla athygli.
Í kjölfarið steig Margrét Lára Viðarsdóttir fram og sagðist aldrei hafa fengið tækifæri til að kveðja almennilega þegar hún lagði landsliðsskóna á hilluna.
Svo sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, frá því á Twitter að hún hefði ekki enn fengið styttuna sem hún átti að fá fyrir 50 landsleiki, fyrir löngu síðan.
Ég get bætt við í umræðuna um “litlu hlutina” sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu 🇮🇸🙏 #fotbolti
— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Uppfært: Guðbjörg greinir frá því að KSÍ hefði sett sig strax í samband og hún fái styttuna þegar hún kemur heim til Íslands um jólin.
Athugasemdir