„Mér fannst við skapa okkur góð færi og mögulega átti Tommi að fá víti í fyrri hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Fótbolta.net eftir tap FH gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í gær.
Atvikið átti sérs stað á 37. mínútu leiksins en þá féll Tómas Orri Róbertsson við í vítateig Stjörnunnar eftir návígi við Örvar Loga Örvarsson.
„Þetta er vítaspyrna eða hvað? Nei segir Vilhjálmur Alvar. Tómas Orri fer þarna niður í teignum, Vilhjálmur Alvar vel staðsettur. Tómas kemur á blindu hliðina og þetta er klaufalegt hjá Örvari Loga, mér sýnist hann reka sig aftur í hælinn á Tómasi Orra. Þarna eru Stjörnumenn heppnir að mínu mati, hefði alveg verið hægt að dæma víti," sagði Kristinn Kjærnested sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í gær.
Atvikið átti sérs stað á 37. mínútu leiksins en þá féll Tómas Orri Róbertsson við í vítateig Stjörnunnar eftir návígi við Örvar Loga Örvarsson.
„Þetta er vítaspyrna eða hvað? Nei segir Vilhjálmur Alvar. Tómas Orri fer þarna niður í teignum, Vilhjálmur Alvar vel staðsettur. Tómas kemur á blindu hliðina og þetta er klaufalegt hjá Örvari Loga, mér sýnist hann reka sig aftur í hælinn á Tómasi Orra. Þarna eru Stjörnumenn heppnir að mínu mati, hefði alveg verið hægt að dæma víti," sagði Kristinn Kjærnested sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í gær.
„Ég er búinn að vera sérstaklega hrifinn af Tómasi Orra í leiknum. Ég er ekki hrifinn af því að dæma víti af svona, vissulega veit Örvar ekki af honum, en það sem Tómas Orri ætlar eingöngu að gera er að stíga fyrir hann og reyna láta sig detta og fiska víti. Ef Örvar hefði ætlað að hreinsa og hefði sparkað aftan i hann, þá hefði ég talið það vera viti. Mér finnst samt eiginlega ótrúlegt, miðað við hversu oft er dæmt á svona atvik, að VIlhjálmur hafi sleppt þessu, en ég er ánægður með það," sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í hálfleik.
FH-ingar í námunda við atvikið skildu ekkert í því að víti var ekki dæmt. Atvikið var til umræðu í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.
„Það er sjokkerandi að Vilhjálmi Alvari og Gylfa Má hafi báðum tekist að loka augunum þegar þetta víti átti að vera dæmt á Stjörnuna, sjokkerandi!" sagði Tómas Þór í þættinum. „Þeir eru bara rændir í stöðunni 0-0."
„Þetta er bara 'blatant' víti og það sem ég skil ekki er að AD1 (Gylfi Már Sigurðsson) er í góðri stöðu til að sjá þetta líka," sagði Valur Gunnarsson.
Athugasemdir