Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Blikar unnu á Akureyri - Kristrún Rut gerði þrennu í fyrsta sigri Þróttara
Þróttarar náðu í sinn fyrsta sigur í dag
Þróttarar náðu í sinn fyrsta sigur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María skoraði fallegt mark
Agla María skoraði fallegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rut skoraði þrennu fyrir Þrótt
Kristrún Rut skoraði þrennu fyrir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Þróttur unnu bæði góða sigra í 7. umferð Bestu deildar kvenna í dag.

Blikum tókst að auka forystu sína á toppnum í þrjú stig með því að vinna Þór/KA, 3-0, á VÍS-vellinum á Akureyri.

Gestirnir voru í við betri aðlinn til að byrja með en Þór/KA tókst aðeins að sækja sig í veðrið er leið á fyrri hálfleikinn.

Það voru Blikar sem gerðu fyrsta markið. Agla María Albertsdóttir ætlaði að reyna fyrirgjöf frá vinstri sem sveif yfir Shelby Money, markvörð Þór/KA, og í netið. Eiginlega ómögulegt færi en einhvern veginn tókst henni að setja þennan inn.

Blikar fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn, en voru fljótar að bæta við öðru í þeim síðari. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði eftir að boltinn skoppaði á milli leikmanna í teignum og var hún síðust til að ná snertingu á boltann sem lak í netið.

Heimakonur fóru að sækja meira og skapa sér ágætis færi en náðu ekki að koma marki í leikinn. Blikar sigldu þessu örugglega heim með þriðja markinu er Agla María keyrði inn í teiginn vinstra megin, setti boltann fyrir og á Andreu Rut Bjarnadóttur sem átti ekki í miklu basli með að koma boltanum í netið. Blikar eru aftur komnar með þriggja stiga forystu á toppnum. Þór/KA er í þriðja sæti með 15 stig.

Fyrsti sigur Þróttar

Þróttur náði í sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar er liðið vann Tindastól, 4-2, á AVIS-vellinum í Laugardal. Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur.

Ekki byrjaði það vel fyrir Þrótt sem lenti undir eftir átta mínútur er Jordyn Rhodes skoraði eftir sendingu Aldísar Maríu Jóhannsdóttur.

Rhodes var ekki langt frá því að tvöfalda forystuna átta mínútum síðar en þá setti hún boltann í slá úr fínasta færi. Þróttarar tóku völdin eftir það og fóru að ógna marki Tindastóls af áræðni.

Þær skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili. Freyja Karín Þorvarðardóttir stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu á 36. mínútu og þá gerði Kristrún Rut annað markið fjórum mínútum síðar með góðu skoti vinstra megin á vellinum.

Heimakonur komnar í gírinn og héldu þær áfram að bæta við í þeim síðari. Kristrún Rut gerði annað mark sitt og þriðja mark Þróttara á 47. mínútu sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma minnkaði Birgitta Rún Finnbogadóttir muninn með því að vippa boltanum yfir Monicu Wilhelm í markinu.

Þróttarar svöruðu strax. Kristrún Rut fullkomnaði þrennu sína með skalla eftir aukaspyrnu. Föstu leikatriðin að skila sér hjá Þrótturum, en Tindastóll í stökustu vandræðum með þau.

Langþráður sigur Þróttara staðreynd. Liðið er áfram í botnsæti deildarinnar en komið með fyrsta sigurinn og nú 4 stig á meðan Tindastóll er í 7. sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Þróttur R. 4 - 2 Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes ('10 )
1-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('36 )
2-1 Kristrún Rut Antonsdóttir ('40 )
3-1 Kristrún Rut Antonsdóttir ('47 )
3-2 Birgitta Rún Finnbogadóttir ('74 )
4-2 Kristrún Rut Antonsdóttir ('76 )
Lestu um leikinn

Þór/KA 0 - 3 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('35 )
0-2 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('53 )
0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('90 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 9 0 1 27 - 4 +23 27
2.    Valur 10 9 0 1 31 - 11 +20 27
3.    Þór/KA 10 7 0 3 26 - 12 +14 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Þróttur R. 10 3 1 6 9 - 13 -4 10
7.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
8.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
9.    Keflavík 10 2 0 8 7 - 21 -14 6
10.    Fylkir 10 1 2 7 10 - 23 -13 5
Athugasemdir
banner
banner