„Það er mjög gott að vera komin í Pepsi en súrt að tapa þessum leik. Markmiðið okkar var allan tímann að komast í Pepsi og þetta var svona aukaleikur,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, en hún er á leið í Pepsi-deildina að nýju þrátt fyrir að hafa tapað gegn HK/Víkingum í dag.
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 0 Selfoss
Kristrún hefur leikið með Selfossi síðan í 4. flokki og féll með þeim úr Pepsi-deildinni í fyrra. Kom aldrei til greina að yfirgefa Selfoss og halda áfram að spila í Pepsi-deildinni?
„Það var smá umhugsunartími en mig langaði að sjá liðið mitt komast aftur upp og mig langaði að hjálpa því,“ svaraði Kristrún Rut sem hefur verið frábær í sumar. Hver er lykillinn að velgengninni?
„Mæta á allar æfingar og halda standard þó að þetta sé 1. deild. Það var markmiðið hjá okkur öllum að halda standard þó að við værum þannig séð í slakari deild“
Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir