Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
   lau 09. september 2017 17:38
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut: Langaði að sjá liðið mitt komast upp aftur
Kristrún er búin að eiga frábært tímabil og leikur í Pepsi-deild að ári
Kristrún er búin að eiga frábært tímabil og leikur í Pepsi-deild að ári
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Það er mjög gott að vera komin í Pepsi en súrt að tapa þessum leik. Markmiðið okkar var allan tímann að komast í Pepsi og þetta var svona aukaleikur,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, en hún er á leið í Pepsi-deildina að nýju þrátt fyrir að hafa tapað gegn HK/Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 -  0 Selfoss

Kristrún hefur leikið með Selfossi síðan í 4. flokki og féll með þeim úr Pepsi-deildinni í fyrra. Kom aldrei til greina að yfirgefa Selfoss og halda áfram að spila í Pepsi-deildinni?

„Það var smá umhugsunartími en mig langaði að sjá liðið mitt komast aftur upp og mig langaði að hjálpa því,“ svaraði Kristrún Rut sem hefur verið frábær í sumar. Hver er lykillinn að velgengninni?

„Mæta á allar æfingar og halda standard þó að þetta sé 1. deild. Það var markmiðið hjá okkur öllum að halda standard þó að við værum þannig séð í slakari deild“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner