„Jákvætt að taka stig, við vorum komnir í forystu og átta mínútur eftir og maður hefði viljað, eins og allir, landa þessum þremur stigum," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-1 jafntefli gegn KA í fyrsta leik í Bestu deildinni í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 KR
KR komst yfir með marki frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni seint í leiknum en Þorri Mar Þórisson jafnaði metin í uppbótartíma.
Eins og alþjóð veit er íslenska karlalandsliðið í leit að landsliðsþjálfara en margir vilja sjá Rúnar taka við starfinu. Hann var spurður út í stöðuna í dag.
„Nei, þeir (KSÍ) hafa ekkert hringt í mig. Ég er ekkert búinn að velta þessu fyrir mér og á ekki von á því að það verði hringt í mig, ég er sallarólegur og ánægður hjá KR og ætla bara að vera í KR," sagði Rúnar.
Athugasemdir