„Þetta var þolinmæðissigur." sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur á Fylki í kvöld.
„Okkur fannst við hafa leikinn í höndunum allan tímann fyrir utan kannski tvær fyrstu mínúturnar, þannig að þetta var þolinmæðisvinna sem skilaði sigrinum."
Það var léttur heppnisstimpill yfir fyrra marki KR en það stefndi í markalaust jafntefli þrátt fyrir yfirburði KR. Pálmi gaf lítið fyrir það.
„Við sköpuðum fullt af færum og hefðum allt eins getað verið búnir að skora. Verandi að tala um einhvern heppnisstimpil yfir marki, við lágum á þeim stóran hluta af leiknum og það hlaut að brotna hjá þeim."
„Okkur fannst við hafa leikinn í höndunum allan tímann fyrir utan kannski tvær fyrstu mínúturnar, þannig að þetta var þolinmæðisvinna sem skilaði sigrinum."
Það var léttur heppnisstimpill yfir fyrra marki KR en það stefndi í markalaust jafntefli þrátt fyrir yfirburði KR. Pálmi gaf lítið fyrir það.
„Við sköpuðum fullt af færum og hefðum allt eins getað verið búnir að skora. Verandi að tala um einhvern heppnisstimpil yfir marki, við lágum á þeim stóran hluta af leiknum og það hlaut að brotna hjá þeim."
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fylkir
„Við þurftum klárlega að fá þrjú stig í dag þetta virðist ætla að vera þétt og skemmtilegt alveg til loka. Ég vona að við skríðum fram úr FH fljótlega, þetta er spurningin um að enda efstir."
Athugasemdir