Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fim 10. nóvember 2022 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðstoðarþjálfari Dagnýjar fer í teymi Lopetegui hjá Wolves
Rubio.
Rubio.
Mynd: West Ham
Edu Rubio, aðstoðarmaður Paul Konchesky hjá kvennaliði West Ham, er farinn frá félaginu og hefur tekið við starfi hjá Wolves.

Rubio tók við starfi sínu hjá West Ham í sumar og aðstoðaði Konchesky með kvennaliðið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður West Ham.

Hjá Wolves kemur Rubio inn í þjálfarateymi Julen Lopetegui sem var á dögunum ráðinn stjóri félagsins. Rubio og Lopetegui unnu áður saman hjá spænska knattspyrnudambandinu.

Wolves er í brasi í úrvalsdeildinni og verður fyrsti leikur undir stjórn Lopetegui verður gegn Arsenal á laugardagskvöld. Liðið er í næstneðsta sæti með tíu stig eftir fjórtán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner