Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhættunnar virði að velja Phillips
Southgate ræðir við Phillips
Southgate ræðir við Phillips
Mynd: EPA
Kalvin Phillips er í enska landsliðshópnum sem fer til Katar í næstu viku. Hann hefur einungis spilað samanlagt 53 mínútur í fjórum leikjum á tímabilinu. Miðjumaðurinn hefur glímt við meiðsli á öxlað undanförnu en er að snúa til baka. Í gær spilaði hann 40 mínútur gegn Chelsea í deildabikarnum.

Það kom einhverjum á óvart að Gareth Southgate skildi velja Phillips í hópinn út af meiðslunum. Phillips var í lykilhlutverki á EM í fyrra og Southagte telur sig hafa not fyrir hann í Katar.

„Kalvin spilaði í gær, hann er meiðslafrír. Við erum meðvitaðir um að hann mun ekki spila sjö níutíu mínútna leiki, það er ekki gerlegt. En hann er til taks," sagði Southgate á fréttamannafundi í dag.

„Við Englendingar erum ekki með marga leikmenn í þessari stöðu. Kalvin er frábær leikmaður og okkur finnst þetta vera áhætta sem er þess virði að taka. Kyle (Walker) er ekki kominn aftur á hefðbundnar æfingar en hann verður til taks áður en riðlakeppnin er búin."

„Við tókum erfiða ákvörðun með Reece (James), hann er stórkostlegur leikmaður. Hann hefði ekki verið klár, þó allt hefði gengið upp, fyrr en seint í keppninni. Það er of mikil óvissa og það hefði verið hrokafullt að velja leikmann sem hefði ekki getað spilað í riðlakeppninni,"
sagði Southgate.

Eins og kemur fram er Kyle Walker í hópnum en Reece James fer ekki með til Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner