Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. nóvember 2022 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons fer frá Bodö/Glimt eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Bodö/Glimt
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted mun yfirgefa Bodö/Glimt eftir tímabilið. Þetta staðfesti hann við Avisa Nordland. Samningur hans við félagið rennur út um áramótin.

Alfons kom til Bodö frá Norrköping fyrir tímabilið 2020 og varð norskur meistari á fyrstu tveimur tímabilum sínum með félaginu og í ár mun liðið enda í 2. eða 3. sæti. Ein umferð er eftir og liðið er stigi fyrir ofan Rosenborg sem situr í 3. sæti.

Lokaleikur Alfonsar fyrir liðið er því gegn Strömsgodset um helgina. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu og spilað nær allar mínútur frá komu sinni frá Svíþjóð.

Alfons er 24 ára gamall og er leikjahæsti leikmaður í sögu U21 landsliðsins. Í sumar var hann orðaður við Lazio á Ítalíu, Lyon í Frakklandi, Aston Villa á Englandi og Leverkusen og HSV í Þýskalandi.

Sjá einnig:
„Ert tveimur vikum of snemma með þessa spurningu"
Athugasemdir
banner