Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. nóvember 2022 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron sagði áhugaverða sögu: Bandaríkin eiga fleiri óvini en Ísland
Aron fór með Bandaríkjunum á HM í Brasilíu.
Aron fór með Bandaríkjunum á HM í Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Í leiknum gegn Gana.
Í leiknum gegn Gana.
Mynd: Getty Images
Aron fagnar marki með bandaríska landsliðinu.
Aron fagnar marki með bandaríska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson fór yfir HM 2014 með Bandaríkjunum í hlaðvarpsþætti hér á síðunni fyrr í þessari viku. Þetta heimsmeistaramót var virkilega skemmtilegt og lifir í minningunni.

Ein af ástæðunum fyrir því að mótið lifir í minningunni er sú að Aron varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á stærsta sviðinu. Aron fæddist í Bandaríkjunum og tók hann þá ákvörðun að spila frekar fyrir þeirra landslið en það íslenska. Það varð til þess að hann fór á HM í Brasilíu.

Í þættinum sagði Aron frá því hvernig það er að fara á Bandaríkjunum á stórmót. Því fylgir gríðarleg gæsla og það er ansi vel passað upp á liðið.

„Bandaríkin eiga fleiri óvini en Ísland. Ég er alinn upp í Grafarvogi þar sem þú þarft varla að læsa hurðunum. Þú ert ekkert stressaður um líf þitt," segir Aron.

„Við fórum í æfingatúr fyrir HM, fórum til New York og stóðum á Times Square fyrir framan þúsundir manna. Í hvert einasta skipti sem við fórum eitthvað þá var lögreglan með okkur, sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn líka. Þetta var súrrealískt. Svo þegar við komum til Brasilíu var það bara eitthvað annað."

„Það var eins og það væri heill her af lögreglumönnum og hermönnum að passa okkur. Á hótelinu gat enginn komið inn á hæðina okkar. Þegar þú komst út úr lyftunni þá tók á móti þér maður með AK47. Þetta var skrýtið en svo einhvern veginn venst þetta. Það var rosalega mikil öryggisgæsla... það voru allir skíthræddir um að það myndi eitthvað gerast við einhvern frá Bandaríkjunum."

Aron rifjaði þá upp eina sögu þegar hann og liðsfélagarnir fóru af hótelinu til að fá sér ís.

„Ég man eftir einu skipti þar sem við vorum gjörsamlega að skíta á okkur. Þá vorum við fimm, sex leikmenn sem ákváðum að kaupa okkur ís í einhverri sjoppu þarna. Við vorum búnir að ganga í einhverjar fimm mínútur og við fundum fyrir því að það væru tveir, þrír menn á eftir okkur. Þegar við stoppuðum, þá stoppuðu þeir. Við vorum stressaðir: 'Hvað er að gerast hérna?' Ég var ekki vanur einhverju svona."

„Við tökum eftir því að einn af þeim sem var að elta okkur væri með byssu í vasanum. Við byrjum að stressast upp og vitum ekki hvað við eigum að gera. Við hringjum í öryggisstjórann í landsliðinu og þá voru 'secret service' - sem voru að passa okkur - búnir að senda menn til að fylgja okkur. Þeir eiga ekki að vera ofan í okkur, heldur halda sig frá og passa okkur þannig."

„Þetta var óraunverulegt einhvern veginn," sagði Aron.

Ég var gjörsamlega búinn á því
Aron kom inn á í fyrsta leik gegn Gana og spilaði þar 70 mínútur í 2-1 sigri. Varð hann þar fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM. Hann spilaði ekki meira á mótinu en hann var að glíma við meiðsli og var ekki alveg 100 prósent.

„Ég fékk að vita það í febrúar að ég væri með bein í ökklanum sem ég þurfti að skera úr. Ég gat farið í aðgerð þá en ég var ekki að fara að gera það fyrir HM. Ég var að drepast á HM. Ég fékk viku í frí og svo þurfti ég að mæta í æfingabúðir. Þetta var eitt ár þar sem ég fékk ekkert frí og ég var gjörsamlega búinn á því."

„Ég kem inn á og spila 70 mínútur. Líkaminn var búinn. Þá var ég farinn að taka tvær til þrjár verkjatöflur fyrir hverja einustu æfingu bara til að lifa af. Auðvitað voru vonbrigði að fá ekki að koma meira inn á, en miðað við það hversu búinn á því ég var þá var það skiljanlegt," segir Aron.

Bandaríkin komust í 16-liða úrslitin og tókst að fara í framlengingu gegn Belgíu. Að lokum var þó 2-1 tap niðurstaðan. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á spjallið við Aron í heild sinni.

Sjá einnig:
Eins og ef Eiður Smári hefði verið skilinn eftir heima á EM 2016

HM hringborðið er í boði NETGÍRÓ
Jólareikningur Netgíró er kominn í loftið. Allt sem þú verslar með Netgíró í nóvember og desember geturu borgað í febrúar. Þú getur kynnt þér málið nánar á Netgíró.is.
HM hringborðið - Fyrsti Íslendingurinn sem komst á stærsta sviðið
Athugasemdir
banner
banner