Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fim 10. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía tilkynnir sinn hóp - Lukaku með en ekki Origi
Belgar voru að tilkynna sinn hóp sem fer á HM í Katar. Mótið hefst eftir tíu daga.

Mögulega er þetta eitt síðasta tækifæri belgísku gullkynslóðarinnar að taka gull á stórmóti. Eden Hazard og fleiri eru komnir vel á aldur.

Divock Origi, sóknarmaður AC Milan, er ekki í hópnum. Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter, hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum.

Albert Sambi Lokonga, leikmaður Arsenal, kemst ekki í þennan lokahóp.

Belgía er í riðli með Kanada, Marókkó og Króatíu á HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner