Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. nóvember 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjóst ekki við að KA myndi selja Nökkva - Eftir á geggjuð ákvörðun hjá klúbbnum
Nökkvi Þeyr, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.
Nökkvi Þeyr, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Beerschot
Það er auðvitað frábær tilfinning að vita af þessu, að maður hefur alltaf þennan möguleika
Það er auðvitað frábær tilfinning að vita af þessu, að maður hefur alltaf þennan möguleika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun.
Gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun.
Mynd: KSÍ
Nökkvi Þeyr Þórisson var í byrjun september seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Nökkvi var þá markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, hafði skorað sautján mörk í tuttugu leikjum. Það dugði til að enda sem markahæsti leikmaður deildarinnar.

Nökkvi hefur byrjað ágætlega í Belgíu, skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í tíu leikjum. Skiptin vöktu upp talsvert umtal þegar þau voru að ganga í gegn. KA var þá að berjast um sæti í Evrópu og það átti eftir að ráðast hvort Evrópusætin í deildinni yrðu tvö eða þrjú. KA var í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Víkingi í baráttunni um annað sætið og fimm stigum fyrir ofan Val sem var í fjórða sætinu. Framhaldið spilaðist þannig að Víkingur varð bikarmeistari, þrjú efstu liðin þannig orðin örugg með Evrópusæti og til að setja kremið á kökuna endaði KA fyrir ofan Víkinga, í 2. sæti.

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku og var hann spurður út í þessi skipti Nökkva. Skiptin gengu fljótt fyrir sig, Nökkvi var orðaður við Beerschot á mánudag en þá var hann þegar floginn út til Belgíu. Hann var orðinn leikmaður félagsins daginn eftir. Hvað vissu leikmenn um skiptin?

„Ég bjóst alltaf við því að hann færi út, en vissi ekki hvenær, hvort það yrði eftir tímabilið. Mér fannst vera mikið undir og ég bjóst ekki við því að félagið myndi selja hann. En þetta var tækifæri fyrir hann og félagið hefur talað um að það sé ekki að standa í vegi fyrir mönnum að fara út. KA sýndi það þarna, liðið var með besta leikmann deildarinnar, allt var undir og KA hafði ekki farið í Evópu í einhver 20 ár - að hleypa honum út þarna var geggjað hjá klúbbnum. Auðvitað hefðum við viljað halda honum en eftir á skipti það þannig séð ekki máli. Við náðum ekki 1. sætinu en enduðum í 2. sæti."

„Ég vissi eiginlega ekki neitt fyrr en hann var að fara út daginn eftir. Ég skildi ekki að hann væri að fara, en þegar maður tók hinn pólinn á þetta þá skildi maður það betur, það rétta í stöðunni þannig séð."

„Það var enginn vafi á því að við værum að fara stíga betur saman sem lið og klára þetta verkefni. Svona er þetta bara og við þurftum að gera þetta án hans. Þetta var enginn heimsendir, vorum með góða fótboltamenn sem voru áfram. Auðvitað var hann búinn að skora helling og gera helling fyrir liðið, langbesti maðurinn okkar á þeim tíma. En við vorum alveg staðráðnir í að klára þetta. Það kom maður í manns stað og þetta gekk vel."


Frábært að vita af þessum möguleika
Daníel er 22 ára (verður 23 á laugardag) miðjumaður sem átti sjálfur gott tímabil með KA. Hann er í dag með íslenska landsliðinu sem mætir Suður-Kóreu í vináttuleik á morgun. Hann hefur sjálfur farið út í atvinnumennsku, fór til Helsingborg um mitt sumar 2019. Er það góð tilfinning fyrir Daníel að vita af því að KA sé ekki að fara segja nei ef það kemur gott tilboð í hann?

„Já, algjörlega. Þegar ég fór út 2019 þá var fór ég að skoða klúbb sem var ekki mjög stór og auðvelt fyrir KA að segja nei við því. En KA leyfði mér að fara þangað út, veit ekki hvað gekk á bakvið tjöldin en það var allavega ekkert vesen þegar ég þurfti að fara út og þetta var kannski ekki hæsta upphæð í heimi sem þeir voru að fá fyrir mig. Það er auðvitað frábær tilfinning að vita af þessu, að maður hefur alltaf þennan möguleika."

Ertu að horfa í möguleikann að fara aftur út?

„Já, en eins og allir segja þá þarf það þetta að vera rétt, ætla ekki að hoppa á hvað sem er. Mér líður bara vel á Íslandi og þegar ég var síðast úti þá leið mér ekki vel. Mér líður miklu betur núna og hef gaman af þessu. Það er liðin smá tími frá því ég var úti, maður var aðeins yngri og vissi aðeins minna hvernig þetta virkaði. Auðvitað, ef það kæmi upp, þá væri fyrsta hugsunin ekki nei," sagði Daníel.

Viðtalið við hann má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Daníel Hafsteins: Hefði fundist það eðlilegra ef við hefðum verið látnir vita
„Fannst ég vera gera þetta fyrir einhvern annan en mig sjálfan" (8. feb '21)
Tækifærið geggjað en ákvörðunin mjög erfið - „Leið eins og ég væri aðeins að svíkja liðið"
Gleymdi sér og kærastan þurfti að sussa á hann - „Takk KA"
Sævar segir ákvörðun KA mjög erfiða, en samt ekki
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner