banner
   fim 10. nóvember 2022 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er hrifnastur af því að Fúsi taki þetta"
Vigfús Arnar Jósepsson.
Vigfús Arnar Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir í Breiðholti á enn eftir að staðfesta ráðningu á nýjum þjálfara fyrir næstu leiktíð.

Ejub Purisevic hefur hvað mest verið orðaður við starfið en annar möguleiki gæti verið Vigfús Arnar Jósepsson sem var aðstoðarmaður Sigurðar Heiðars Höskuldssonar í sumar.

Siggi, sem er tekinn við sem aðstoðarþjálfari Vals, var gestur í hlaðvarpi á dögunum þar sem hann var spurður hvort hann væri með einhverja hugmynd að nýjum þjálfara fyrir Leikni.

„Ég ætla að treysta mínum mönnum í stjórn Leiknis til að græja þetta," sagði Siggi.

„Mér líst vel á þá sem hafa verið nefndir. Ég er hrifnastur af því að Fúsi taki þetta og haldi Donna sem aðstoðarþjálfara. Ég er hrifnastur af því en ég held að Ejub passi líka vel ef þeir eru að pæla í honum."

Vigfús er uppalinn Leiknismaður og lék lengi með liðinu, þá lék hann einnig með KR á sínum tíma. Hann var um tíma aðalþjálfari Leiknis sumarið 2018 en Sigurður Heiðar var þá aðstoðarmaður hans.

Hægt er að hlusta á allt spjallið í spilaranum hér fyrir neðan.
Siggi Höskulds gerir upp tíma sinn í Breiðholtinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner