Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KA 
Harley Willard í KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kantmaðurinn Harley Willard er genginn í raðir KA, þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni. Willard kemur frá grönnunum í Þór, hann varð samingslaus á dögunum þar sem samningi hans við Þór var rift því leikmaðurinn vildi spila á hærra sviði.

Willard er 25 ára gamall sóknarmaður frá Skotlandi sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 og vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína. Hann spilar oftast á hægri kantinum.

Willard var hluti af akademíu Arsenal á sínum tíma og lék svo síðar meir með yngriliðum Southampton. Hann kom loks til Íslands árið 2019 og lék með Víking Ólafsvík í þrjú sumur, 2019-2021 og var meðal annars valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Með Víkingum lék hann 68 leiki í deild og bikar og gerði í þeim alls 36 mörk.

Willard var einn besti leikmaður Þórsara á tímabilinu, lék 24 leiki með liðinu og skoraði fimmtán mörk.

Síðasti leikmaður sem fór frá Þór til KA er Jakob Snær Árnason og hefur honum gengið vel í gulu treyjunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner