Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 10. nóvember 2022 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helstu nöfnin sem fara ekki með Englandi á HM
Toney fer ekki með á HM.
Toney fer ekki með á HM.
Mynd: EPA
Sancho hefur ekki heillað að undanförnu.
Sancho hefur ekki heillað að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Katar. Búið er að velja 26 manna leikmannahóp fyrir mótið og má sjá hópinn hérna.

Það var ekki auðvelt fyrir Gareth Southgate að velja hópinn og má hér að neðan sjá helstu nöfnin sem fara ekki með.

Markvörður: Dean Henderson, eini markvörðurinn sem var eitthvað nálægt því að vera valinn en fer ekki með. Á að baki einn landsleik og var í síðasta landsliðhópi.

Varnarmenn: Reece James, Marc Guehi, Ben Chilwell, Tyrone Mings, James Justin, Ryan Sessegnon og Fikayo Tomori. James er að snúa til baka eftir hnémeiðsli og Chilwell meiddist nýlega. Guehi og Tomori voru í síðasta hóp en fara ekki með. Mings var með á EM en fær ekki kallið á þetta stórmót. Eitthvað var rætt um að Justin og Sessegnon gætu komið inn sem varamenn fyrir Luke Shaw í vinstri bakverðinum.

Miðjumenn: James Ward-Prowse, Emile Smith Rowe og Harvey Elliott. Ward-Prowse var í síðasta hóp og hefur spilað vel með Southampton. Smith Rowe glímir við meiðsli. Elliott er nítján ára og hefur sýnt með Liverpool að hann getur vel verið framtíðar landsliðsmaður Englands.

Sóknarmenn: Tammy Abraham, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Ivan Toney, Jarrod Bowen og Jadon Sancho. Callum Wilson fær kallið sem framherji sem væntanlega verður til þess að Tammy, Toney og Watkins fá ekki kallið. Sancho hefur ekki verið viðloðinn hópinn að undanförnu og hefur ekki náð að heilla hjá Man Utd. Calvert-Lewin heldur áfram að vera óheppinn með meiðsli og Bowen hefur ekki náð að heilla Southgate nægilega mikið til að fara með.

England er í riðli með Bandaríkjunum, Íran og Wales á HM sem hefst eftir tíu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner