Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fim 10. nóvember 2022 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kelleher vonast eftir fleiri tækifærum

Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Derby í vítaspyrnukeppni í deildabikarnum í dag.


Liverpool vann 3-2 í vítaspyrnukeppninni en Harvey Elliott skoraði úr síðustu spyrnunni. Það var hins vegar Kelleher sem stal senunni með því að verja þrjár spyrnur frá leikmönnum Derby.

Alisson á fast sæti í byrjunarliði Liverpool í deildinni en Kelleher hefur fengið tækifæri í bikarnum.

„Ég undirbý mig á hverjum degi eins og ég sé að fara spila svo ég verð að vera tilbúinn til að spila því það getur allt gerst. Ég elska að æfa með markvarðarteyminu á hverjum degi. Frábær hópur til að vinna með svo ég nýt þess mikið," sagði Kelleher í samtali við LFCTV.

„Á sama tíma er erfitt að fá ekki leiki en því betur sem gengur í bikarnum fæ ég vonandi fleiri tækifæri," sagði Kelleher.


Athugasemdir
banner
banner