Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa fer í Víking
Fyrirliðinn á förum frá FH
Fyrirliðinn á förum frá FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson er á leið í Víking samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Matthías kemur frá FH en samningur hans rann út eftir nýliðið tímabil. Matthíasi var boðinn nýr samningur hjá FH en hann hafnaði því tilboði til að fara í Víking.

Matthías er 35 ára og getur bæði spilað í fremstu víglínu sem og á miðjunni. Á liðinni leiktíð lék hann 26 af 27 deildarleikjum FH og alla fimm bikarleiki liðsins. Í leikjunum 31 skoraði hann níu mörk.

Matti er uppalinn í BÍ en skipti yfir í FH árið 2004. Þar var hann í átta ár en þá fór hann til Noregs og lék þar með Start, Rosenborg og Vålerenga. Hann sneri aftur í FH fyrir tímabilið 2021.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, lýsti yfir áhuga á því að fá Matthías í sínar raðir í viðtali eftir lokaleik Víkings í deildinni.

„Við höfum mjög mikinn áhuga á Matta, klárlega. Fólk segir að hann hafi átt lélegt tímabil, hann skoraði þó níu mörk og ég held að hann hafi einfaldlega verið að hlaupa alltof mikið fyrir alltof marga leikmenn í FH. Við höfum klárlega áhuga á honum og fleiri sterkum mönnum," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner