Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Ég mun ekki gleyma þessu í bráð
Orri Steinn.
Orri Steinn.
Mynd: Getty Images
Í leik með U21 landsliðinu.
Í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið FCK í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 gegn Thisted í bikarnum. FCK er ríkjandi meistari í Danmörku og Thisted spilar í þriðju efstu deild.

Orri er átján ára sóknarmaður sem fór til FCK frá Gróttu árið 2020. Orri var til viðtals á FCKTV eftir leik og segir það góða tilfinningu að hafa skorað fyrsta markið.

„Þetta var mjög góð tilfinning, ég er mjög stoltur af þessu. Ég mun ekki gleyma þessu í bráð."

Markið kom eftir góðan undirbúning frá Christian Sörensen. Orri reis hæst upp í teignum og kom boltanum yfir markvörð Thisted. Orri segist sjálfur setja mikla pressu á sjálfan sig en hann hefur raðað inn mörkum fyrir U17 og U19 lið FCK.

„Markið var gott fyrir sjálfstraustið. Það er vinnan mín að skora mörk og sem framherji þá er besta tilfinningin þegar þú skorar. Ég verð að vera þolinmóður og nýta tækifærin sem ég fæ. Ég veit að Neestrup (þjálfarinn) hefur trú á mér," sagði Orri.

Thisted lá til baka í leiknum en náði að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Í framlengingunni tryggði Andreas Cornelius FCK sigurinn með tveimur mörkum. Mark Orra má sjá hér að neðan sem og viðtalið við Orra.



Athugasemdir
banner
banner
banner