Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pólski hópurinn: Gífurlega öflug framlína
Robert Lewandowski - Einn allra besti framherji heims.
Robert Lewandowski - Einn allra besti framherji heims.
Mynd: EPA
Milik gekk í raðir Juventus í sumar.
Milik gekk í raðir Juventus í sumar.
Mynd: EPA
Í dag var pólski landsliðshópurinn fyrir HM tilkynntur. Pólland er í C-riðli og mætir þar Mexíkó í fyrsta leik, næst Sádí-Arabíu og að lokum Argentínu.

Stærstu nöfn Póllands eru í hópnum, Wojciech Szczesny verður í markinu, Jan Bednarek og Matty Cash verða í vörninni og þeir Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik munu bera upp sóknarleikinn ásamt Piotr Zielinski.

Stærstu nöfnin sem eru ekki í hópnum eru þeir Kamil Grabara (markvörður FC Kaupmannahafnar), Jakub Moder (miðjumaður Brighton - meiddur), Karol Linetty (miðjumaður Torino) og Maciej Rybus sem hefur ekki verið valinn eftir að hann gekk í raðir Spartak Moskvu í Rússlandi.

Artur Jedrzejczyk er í hópnum en hann hefur ekki spilað með landsliðinu í þrjú ár.

Hópurinn

Markverðir: Wojciech Szczesny (Juventus), Bartlomiej Dragowski (Spezia), Lukasz Skorupski (Bologna)

Varnarmenn: Jan Bednarek (Aston Villa), Kamil Glik (Benevento), Robert Gumny (FC Augsburg), Artur Jedrzejczyk (Legia Warsaw), Jakub Kiwior (Spezia), Mateusz Wieteska (Clermont), Bartosz Bereszynski (Sampdoria), Matty Cash (Aston Villa), Nicola Zalewski (AS Roma).

Miðjumenn: Krystian Bielik (Birmingham City), Przemyslaw Frankowski (Lens), Kamil Grosicki (Pogon Szczecin), Grzegorz Krychowiak (Al-Shabab), Jakub Kaminski (VfL Wolfsburg), Michal Skoras (Lech Poznan), Damian Szymanski (AEK Athens), Sebastian Szymanski (Feyenoord), Piotr Zielinski (Napoli), Szymon Zurkowski (Fiorentina).

Sóknarmenn: Robert Lewandowski (FC Barcelona), Arkadiusz Milik (Juventus), Krzysztof Piatek (Salernitana), Karol Swiderski (Charlotte FC)
Athugasemdir
banner
banner