Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú markahæsta í sögu Man Utd framlengir
Ella Toone.
Ella Toone.
Mynd: EPA
Ella Toone, markahæsti leikmaður í sögu kvennaliðs Manchester United, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Nýr samningur hennar gildir út tímabilið 2026.

Toone, sem er 23 ára gömul, hefur skrifað sig í sögubækurnar hjá Man Utd. Hún gekk til liðs við félagið á fyrsta tímabilinu eftir stofnun kvennaliðsins árið 2018.

Hún er búin að skora 43 mörk fyrir United og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu kvennaliðsins til að leika yfir 100 leiki.

Toone, sem er sóknarmaður, varð síðasta sumar Evrópumeistari með Englandi. Hún spilaði mikilvægt hlutverk með því að koma inn af bekknum og breyta leikjum. Hún skoraði fyrra mark Englands í 2-1 sigri gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Hún kveðst hæstánægð með það að halda áfram að spila fyrir sitt uppáhalds félag.
Athugasemdir
banner
banner