Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 10. nóvember 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þess vegna er ég bara heima á klakanum að klára að flytja inn"
26 ára miðvörður sem átti frábært tímabil.
26 ára miðvörður sem átti frábært tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að hver einasti fótboltamaður sé með einhverja atvinnumannadrauma.
Ég held að hver einasti fótboltamaður sé með einhverja atvinnumannadrauma.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, var til viðtals hér á Fótbolti.net á dögunum. Þar fór hann yfir tímabilið með KA og ýmislegt annað.

Sjá einnig:
Barðist fyrir að fá að fara en þrjóskir stjórnarmenn tóku það ekki í mál - „Sjáum ekki eftir því í dag"

Eftir að hafa verið spurður út í þá leiki sem sitja mest í honum frá nýliðnu tímabili var Ívar spurður út í drauma um atvinnumennsku.

„Ég held að hver einasti fótboltamaður sé með einhverja atvinnumannadrauma. Ég væri að ljúga að þér ef ég væri ekki búinn að pæla eitthvað í því. Það verður bara að koma í ljós, það er ekki nóg að vera með eitt gott tímabil undir beltinu, ég þarf að fylgja þessu tímabili eftir og KA sömuleiðis. Það er ekkert sjálfgefið að vera í þessari toppbaráttu og eiga svona tímabil eins og við áttum í sumar. Það er gjörsamlega undir okkur komið að vinna vinnuna og leggja hart að okkur til að geta fylgt þessu tímabili eftir," sagði Ívar.

Ívar var varamaður þegar valið var í landsliðshóp fyrir vináttuleikina gegn Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu. Hann átti að vera til taks ef CF Montreal, lið Róberts Orra Þorkelssonar, færi alla leið í úrslitaleik MLS deildarinnar. Montreal féll úr leik í 8-liða úrslitum og niðurstaðan sú að Ívar sat eftir heima.

„Fyrst var tilkynntur X stór hópur og ég fékk að vita eftir leikinn gegn Breiðabliki hér heima að fjórir leikmenn KA væru í einhverjum hóp. Haddi (þjálfari KA) sagði okkur þetta og einhvern veginn var maður skilinn eftir í spurningamerki eftir það. Svo fæ ég símtal frá Arnari (landsliðsþjálfara) að ég sé ekki í aðalhópnum, heldur sé varamaður. Ef Róbert Orri myndi komast í úrslit í bikarnum í MLS þá myndi ég koma inn. Ég þurfti að bíða og vona að hann myndi komast í úrslitin, það varð svo ekki. Þess vegna er ég bara heima á klakanum að klára að flytja inn."

Er það sárt?

„Já, það er alltaf sárt. Það er engin lygi að mann langar til að spila fyrir land og þjóð og það væri gaman að segjast eiga landsleik undir beltinu. Vonandi kemur það í framtíðinni," sagði Ívar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Barðist fyrir að fá að fara en þrjóskir stjórnarmenn tóku það ekki í mál - „Sjáum ekki eftir því í dag"
Athugasemdir
banner
banner
banner