Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. nóvember 2022 11:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýski hópurinn: Moukoko valinn og Götze snýr aftur - Enginn Hummels
Moukoko.
Moukoko.
Mynd: EPA
Skoraði sigurmarkið í Brasilíu.
Skoraði sigurmarkið í Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick, þjálfari þýska landsliðsins, hefur opinberað 26 manna leikmannahóp fyrir HM í Katar. Það stærsta í hópnum er að Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Dortmund, fer með á mótið. Hann verður átján ára eftir tvær vikur og á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. Þá er Mario Götze, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014, mættur aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Florian Wirtz hjá Leverkusen og Marco Reus hjá Dortmund eru ekki með vegna meiðsla og þá er ekkert pláss fyrir Mats Hummels. Robin Gosens, Jonathan Tah og Julian Draxler eru heldur ekki í hópnum. Moukoko græðir á því að Timo Werner hjá RB Leipzig glímir við meiðsli og fer þess vegna ekki með.

Bayern á flesta fulltrúa eða sjö talsins. Það eru þeir Manuel Neuer, Leon Goretzka, Joshua Kimmich, Jamal Musiala, Thomas Muller, Leroy Sane og Serge Gnabry. Þýskaland er í E-riðli ásamt Japan, Kosta Ríka og Spáni.

Hópurinn
Markverðir: Neuer, ter Stegen, Trapp.

Varnarmenn: Bella-Kotchap, Ginter, Günter, Kehrer, Klostermann, Raum, Rudiger, Schlotterbeck, Süle

Miðjumenn: Brandt, Füllkrug, Goretzka, Götze, Gundogan, Hofmann, Kimmich, Musiala

Sóknarmenn: Adeyemi, Gnabry, Havertz, Moukoko, Müller, Musiala, Sané.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner