
Fikayo Tomori, varnarmaður AC Milan, er ekki í landsliðshópi Englendinga sem fer á HM í Katar.
Frá þessu greinir vefmiðillinn The Athletic.
Frá þessu greinir vefmiðillinn The Athletic.
Gareth Southgate mun kynna landsliðshóp Englands sem fer til Katar síðar í dag. Tomori, sem hefur spilað stórt hlutverk á Ítalíu, fer ekki með í flugvélinni.
Tomori var valinn í enska landsliðshópinn í september en hann kom ekkert við sögu í tveimur leikjum.
Búast má við því að Harry Maguire, sem hefur verið í aukahlutverki hjá Manchester United á tímabilinu, verði í hópnum en Tomori fær ekkert pláss.
Athugasemdir