Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 7. september
Þjóðadeildin A
Þýskaland 5 - 0 Ungverjaland
Holland 5 - 2 Bosnía
Þjóðadeildin B
Georgía 4 - 1 Tékkland
Írland 0 - 2 England
Úkraína 1 - 2 Albanía
Grikkland 3 - 0 Finnland
Þjóðadeildin C
Færeyjar 1 - 1 Norður Makedónía
Armenia 4 - 1 Lettland
Þjóðadeildin D
Moldova 2 - 0 Malta
Vináttulandsleikur
Rússland 0 - 0 Thailand
Bandaríkin 1 - 2 Kanada
Mexíkó - Nýja-Sjáland - 00:30
Serbia U-19 1 - 2 Montenegro U-19
Croatia U-18 - Korea Republic U-18 - 09:00
Germany U-17 3 - 0 Mexico U-17
Turkmenistan U-19 2 - 2 Wales U-19
Austria U-17 3 - 1 Finland U-17
Sweden U-20 0 - 1 Denmark U-20
France U-19 3 - 0 Mexico U-19
Iceland U-19 0 - 1 Qatar U-19
Italy U-19 2 - 1 Germany U-19
Norway U-18 3 - 5 Denmark U-18
Sweden U-18 7 - 5 Belgium U-18
Belgium U-19 0 - 3 Austria U-19
England U-17 0 - 0 Israel U-17
Lithuania U-19 1 - 2 Armenia U-19
Netherlands U-18 2 - 0 Italy U-18
Portugal U-19 4 - 0 Hungary U-19
Croatia U-19 1 - 1 England U-19
Romania U-16 2 - 2 Czech Republic U-16
Slovenia U-19 1 - 2 Poland U-19
Fiji - Hong Kong - 03:00
Vanuatu - Australia U-23 - 04:00
Uzbekistan U-21 2 - 0 Vietnam U-21
China PR U-21 1 - 0 Malaysia U-21
Cyprus U-19 0 - 2 Moldova U-19
Morocco U-17 1 - 0 South Africa U-17
Ireland U-19 0 - 0 Kazakhstan U-19
Malta U-19 0 - 0 Bulgaria U-19
United Arab Emirates U-20 0 - 1 Poland U-18
Toppserien - Women
Lillestrom W 1 - 0 Roa W
Damallsvenskan - Women
Hacken W 4 - 0 AIK W
Norrkoping W 1 - 0 Vaxjo W
Elitettan - Women
Sundsvall W 0 - 0 Sunnana W
Jitex W 4 - 2 Eskilstuna United W
Bollstanas W 1 - 0 Orebro SK W
Mallbacken W 0 - 1 Malmo FF W
Alingsas W 1 - 2 Uppsala W
Gamla Upsala W 2 - 1 Kalmar W
fös 11.ágú 2023 15:45 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 1. sæti: „Ég fékk að velja fyrst og hef aldrei séð eftir því"

Í dag er stóri dagurinn, enska úrvalsdeildin - þjóðaríþrótt Íslendinga - fer af stað í kvöld.

Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í fyrsta sæti í spánni er Manchester City. Það ætti ekki að koma neinum á óvart.

Englandsmeistarabikarnum fagnað á síðasta tímabili.
Englandsmeistarabikarnum fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd/EPA
Etihad-völlurinn, leikvangur Manchester City.
Etihad-völlurinn, leikvangur Manchester City.
Mynd/Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland setti markamet á sínu fyrsta tímabili með Manchester City.
Haaland setti markamet á sínu fyrsta tímabili með Manchester City.
Mynd/EPA
John Stones var stórkostlegur á síðustu leiktíð.
John Stones var stórkostlegur á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Rodri er flottur.
Rodri er flottur.
Mynd/EPA
Josko Gvardiol var keyptur til félagsins í sumar.
Josko Gvardiol var keyptur til félagsins í sumar.
Mynd/Manchester City
Tómas Hallgrímsson er stuðningsmaður Man City.
Tómas Hallgrímsson er stuðningsmaður Man City.
Mynd/Úr einkasafni
Með Txiki Begiristain, yfirmanni fótboltamála hjá Man City, og Mike Summerby, sendiherra hjá félaginu og fyrrum leikmanni.
Með Txiki Begiristain, yfirmanni fótboltamála hjá Man City, og Mike Summerby, sendiherra hjá félaginu og fyrrum leikmanni.
Mynd/Úr einkasafni
Kovacic var líka keyptur í sumar.
Kovacic var líka keyptur í sumar.
Mynd/Getty Images
Með hinum magnaða Kevin de Bruyne.
Með hinum magnaða Kevin de Bruyne.
Mynd/Úr einkasafni
Skemmtikrafturinn Jack Grealish.
Skemmtikrafturinn Jack Grealish.
Mynd/Getty Images
Varnarmaðurinn Kyle Walker var orðaður við Bayern í sumar en verður áfram hjá City.
Varnarmaðurinn Kyle Walker var orðaður við Bayern í sumar en verður áfram hjá City.
Mynd/Getty Images
Bernardo Silva fær fyrirmæli hjá Pep Guardiola.
Bernardo Silva fær fyrirmæli hjá Pep Guardiola.
Mynd/Getty Images
Hvar endar City á komandi keppnistímabili?
Hvar endar City á komandi keppnistímabili?
Mynd/EPA
Um Man City: Ástæðan fyrir því að það ætti ekki að koma neinum á óvart að City er í efsta sæti í spánni er sú að liðið hefur unnið þessa deild þrjú ár í röð og er núna að stefna á að gera það í fjórða sinn í röð.

Síðasta tímabil var magnað hjá félaginu, kannski fyrir utan það að félagið var kært af ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á fjármálareglum. City varð annað enska liðið í sögunni til að vinna þrennuna; ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og Meistaradeildina. Hvað er hægt að segja um þetta lið? Þetta var langbesta lið Evrópu á síðustu leiktíð og með besta leikmanninn í sínum röðum: Erling Braut Haaland. Þeir vissu hvenær þeir áttu að toppa, voru rólegir fyrir áramót og keyrðu svo yfir allt og alla þegar það var mikilvægast að gera það.

Það verður erfitt fyrir önnur lið að stoppa City. Kannski ekki ómögulegt, en það verður mjög erfitt að stoppa þessa maskínu sem hefur orðið til þarna.

Stjórinn: Pep Guardiola er besti stjóri í heimi í augnablikinu. Mesti hugsuður sem til er í fótboltanum og það sást hvað best á síðasta tímabili þegar hann fór að setja John Stones upp á miðjuna í uppspili og Nathan Ake var að spila í vinstri bakverði. Hann setti Bernardo Silva í bakvörðinn. Það skipti ekki máli, það gekk allt upp. Gríðarlegur sigurvegari og önnur félög á Englandi bíða væntanlega bara eftir deginum að hann hætti að þjálfa þetta Man City lið.

Leikmannaglugginn: Það má í raun segja að tveir leikmenn hafi komið inn og tveir leikmenn farið út hjá City. Þetta hefur verið rólegur leikmannagluggi en líklega bætir liðið við sig einum sóknarsinnuðum leikmanni áður en glugginn lokar.

Komnir:
Josko Gvardiol frá RB Leipzig - 77,6 milljónir punda
Mateo Kovacic frá Chelsea - 25 milljónir punda

Farnir:
Riyad Mahrez til Al-Ahli - 30 milljónir punda
James Trafford til Burnley - 15 milljónir punda
Shea Charles til Southampton - 15 milljónir punda
Carlos Borges til Ajax - 12,1 milljónir punda
Filip Stevanovic til RKC Waalwijk - Á láni
Joel Wilson-Esbrand til Reims - Á láni
Issa Kaboré til Luton Town - Á láni
Benjamin Mendy til Lorient - Samningur rann út
Callum Doyle til Leicester - Á láni
Yangel Herrera til Girona - Óuppgefið kaupverð
Morgan Rogers til Middlesbrough - Óuppgefið kaupverð
Liam Delap til Hull - Á láni
Ilkay Gündogan til Barcelona - Samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Möguleikarnir eru nánast endalausir. Að vera með leikmenn eins og Nathan Ake, Manuel Akanji, Aymeric Laporte, Julian Alvarez og Phil Foden á bekknum er eitthvað sem á ekki að vera hægt.



Lykilmenn: Erling Haaland og Kevin de Bruyne eru líklega tveir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar áður en tímabilið hefst. Það eru ótrúleg gæði í þeim tveimur. Svo ertu með Rodri inn á miðsvæðinu og hann gerði sterkt tilkall í að vera besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, frábær djúpur miðjumaður. Svo er John Stones kominn inn í umræðuna fyrir bestu varnarmenn Englands í sögunni, mjög vanmetinn leikmaður. Það er hægt að telja svo marga upp hérna.

„Fórum sannarlega í gegnum tilfinningalegan rússíbana"
Tómas Hallgrímsson hefur verið stuðningsmaður Manchester City nánast alla sína tíð. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með man City af því að... Ég er tvíburi. Þegar ég var sex ára gamall kom pabbi minn með tvær treyjur heim, Liverpool og Manchester City handa okkur bræðrum. Ég fékk að velja fyrst og hef aldrei séð eftir því, en ég valdi City treyjuna.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ég á margar góðar minningar frá City leikjum og erfitt að gera upp á milli. Þó er það leikurinn við QPR sem skilaði okkur titlinum árið 2012 sem stendur upp úr. Ég var á leiknum ásamt góðum City félögum og við fórum sannarlega í gegnum tilfinningalegan rússíbana á þeim leik.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Mér þótti tímabilið í fyrra að mörgu leyti sveiflukennt. Arsenal liðið var mjög stöðugt mestallt tímabilið og ég átti alls ekki von á því að þeir myndu missa móðinn, eins og raun bar vitni. City að sama skapi stóðst alla pressuna í lokin og átti frábæran endasprett í öllum keppnum sem skilaði liðinu þremur bikurum eins og frægt er orðið.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég hef eina reglu að ég fer alltaf í City treyju fyrir leiki, en ég á 38 City treyjur síðast þegar ég taldi. Við hittumst oft ákveðinn kjarni City-manna og horfum saman á leikina og það eykur alltaf stemninguna

Hvern má ekki vanta í liðið? Að mínu mati er Kevin De Bruyne hryggjarstykkið í liðinu og liðið fær sjálfstraust í gegnum hann. Það eru þó margir aðrir sem hægt væri að velja; eins og Rodri, Bernando Silva og auðvitað má ekki horfa fram hjá nýstirninu í liðinu, frænda okkar Haaland.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ég á mjög erfitt að velja veikasta hlekkinn í þessu sterka liði. Sú staða sem hefur verið mest óvissa með er vinstri bakvarðarstaðan. City hefur á að skipa reynslumiklum leikmönnum í bland við unga og marga uppalda leikmenn sem skipa afar sterka liðsheild. Ef ég á að nefna einn leikmann sem á eftir að sanna sig þá er það Kalvin Phillips. Hann fékk ekki mikinn leiktíma á síðustu leiktíð og stimplaði sig ekki nægilega vel inn þegar hann fékk tækifæri. Kannski kemur það með auknum spilatíma.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Að mínu áliti eru það ungu City leikmennirnir sem eru að koma inn í hópinn. Foden er að sjálfsögðu búinn að sýna hvað hann getur, en bæði Cole Palmer og Rico Lewis munu fá aukin tækifæri í vetur. Haland verður að sjálfsögðu áfram í sviðsljósinu á þessari leiktíð, enda hefur hann frábæra leikmenn með sér. Sá leikmaður sem mér þótti vaxa hvað mest á síðustu leiktíð var reyndar Jack Grealish. Hann er góður í því að brjóta upp leikinn og líður alltaf vel með boltann.

Við þurfum að kaupa... Við erum þegar búnir að bæta tveimur gæðaleikmönnum í hópinn, Mateo Kovacic og Josko Gvardiol, þannig að ég held að það sé ekki þörf á frekari leikmannakaupum. Auðvitað misstum við Mahrez og Gündogan, en ég held að leikmennirnir sem þegar eru munu fylla þeirra skarð vel.

Hvað finnst þér um stjórann? Pep Guardiola er á vissan hátt snillingur. Hann gerir miklar kröfur til leikmanna sinna og er endalaust að segja þeim til. Hann gerir flesta leikmenn að betri knattspyrnumönnum og það hefur skilað City fjöldamörgum bikurum á undanförnum árum.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Það er alltaf gaman þegar nýtt tímabil hefst og maður er alltaf spenntur að sjá hvernig liðið kemur undan fríinu. Ég hef fulla trú á því að við verðum í toppbaráttunni í öllum keppnum eins og undanfarin ár.

Hvar endar liðið? City tekur titilinn í fjóra skipti í röð.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. Manchester City, 238 stig
2. Liverpool, 216 stig
3. Arsenal, 214 stig
4. Manchester United, 211 stig
5. Newcastle, 186 stig
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner