Tchouameni á Anfield? - United skoðar ungan leikmann Arsenal - Chelsea skoðar möguleg kaup á Karim Adeyemi
banner
banner
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
sunnudagur 3. nóvember
Championship
Millwall - Burnley - 15:00
FA Cup
MK Dons - Wimbledon - 12:30
Sutton Utd - Birmingham - 12:30
Boreham - Leyton Orient - 14:00
Curzon Ashton - Mansfield Town - 14:00
Harrogate Town - Wrexham - 15:30
Úrvalsdeildin
Man Utd - Chelsea - 16:30
Tottenham - Aston Villa - 14:00
Super League - Women
Manchester Utd W - Arsenal W - 12:30
Aston Villa W - Liverpool W - 16:30
Brighton W - Leicester City W - 14:00
Crystal Palace W - Manchester City W - 14:00
Everton W - Chelsea W - 18:45
Tottenham W - West Ham W - 14:00
Division 1 - Women
Lyon - PSG (kvenna) - 13:00
Bundesligan
Freiburg - Mainz - 14:30
Gladbach - Werder - 16:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg - Freiburg W - 17:30
RB Leipzig W - Hoffenheim W - 13:00
Serie A
Verona - Roma - 17:00
Inter - Venezia - 19:45
Napoli 0 - 2 Atalanta
Torino - Fiorentina - 14:00
Serie A - Women
Fiorentina W 0 - 1 Inter W
Sampdoria W - Roma W - 14:00
Milan W - Sassuolo W - 17:00
Eliteserien
KFUM Oslo - Sarpsborg - 16:00
Rosenborg - Stromsgodset - 18:15
Tromso - Ham-Kam - 16:00
Lillestrom - Haugesund - 16:00
Molde - Bodo-Glimt - 16:00
Odd - SK Brann - 16:00
Fredrikstad - Kristiansund - 16:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Lillestrom W - 13:00
Rosenborg W - Asane W - 13:00
Roa W - Stabek W - 13:00
Arna-Bjornar W - Lyn W - 13:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Orenburg - 16:45
Akhmat Groznyi - Nizhnyi Novgorod - 12:15
Fakel - Khimki - 14:30
Akron 2 - 0 Kr. Sovetov
La Liga
Athletic - Betis - 20:00
Atletico Madrid - Las Palmas - 13:00
Sevilla - Real Sociedad - 17:30
Barcelona - Espanyol - 15:15
Damallsvenskan - Women
Rosengard W - Linkoping W - 14:00
Pitea W - Norrkoping W - 13:00
Elitettan - Women
Umea W - Eskilstuna United W - 13:00
banner
fös 11.ágú 2023 13:35 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 2. sæti: „Algjörlega galið kvöld í minningunni"

Í dag er stóri dagurinn, enska úrvalsdeildin - þjóðaríþrótt Íslendinga - fer af stað í kvöld.

Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í öðru sæti í spánni er Liverpool, liðið sem endaði í fimmta sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Liverpool fagnar marki á síðasta tímabili.
Liverpool fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Mynd/Getty Images
Van Dijk tók við fyrirliðabandinu í sumar.
Van Dijk tók við fyrirliðabandinu í sumar.
Mynd/Liverpool
Mohamed Salah er auðvitað algjör lykilmaður.
Mohamed Salah er auðvitað algjör lykilmaður.
Mynd/EPA
Markvörðurinn Alisson.
Markvörðurinn Alisson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominik Szoboszlai var keyptur frá RB Leipzig í sumar.
Dominik Szoboszlai var keyptur frá RB Leipzig í sumar.
Mynd/Liverpool
Hanna Símonardóttir er stuðningsmaður Liverpool.
Hanna Símonardóttir er stuðningsmaður Liverpool.
Mynd/Úr einkasafni
Endar Romeo Lavia í Liverpool?
Endar Romeo Lavia í Liverpool?
Mynd/Getty Images
Sóknarmaðurinn Darwin Nunez.
Sóknarmaðurinn Darwin Nunez.
Mynd/EPA
Trent Alexander-Arnold er öflugur hægri bakvörður.
Trent Alexander-Arnold er öflugur hægri bakvörður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar Liverpool á komandi tímabili?
Hvar endar Liverpool á komandi tímabili?
Mynd/Getty Images
Um Liverpool: Síðasta tímabil var mikil vonbrigði en Liverpool blandaði sér aldrei í neina baráttu um titilinn eins og vonast hafði verið eftir. Liðið náði ekki heldur Meistaradeildarsæti og spilar á fimmtudögum í vetur, í Evrópudeildinni. Það var mikið talað um að leikmenn væru orðnir bensínlausir en á köflum virkaði það klárlega þannig.

Það átti mikið að gerast á leikmannamarkaðnum í sumar og Jude Bellingham var skotmark númer eitt. Hann var hins vegar of dýr og fór til Real Madrid. Félagið hefur keypt tvo miðjumenn en það vantar fleiri inn og miðjan er mikið spurningamerki fyrir fyrsta leik gegn Chelsea á sunnudaginn. Félagið ætlaði að gera Moises Caicedo að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans en hann vill bara til Chelsea og ætlar ekki til Liverpool.

Maður tekur eftir því á samfélagsmiðlum að stuðningsfólk hefur ákveðnar áhyggjur af stöðu mála en hópurinn er samt sem áður sterkur og ætti að geta gert jákvæða hluti á tímabilinu. Það hljóta fleiri leikmenn að vera á leiðinni áður en glugginn lokar.

Stjórinn: Jurgen Klopp er sá stjóri í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið lengst hjá sínu félagi. Hann hefur verið hjá Liverpool frá 2015 og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Klopp er gríðarlega ástríðufullur og það vita allir hvernig fótbolta hann vill spila: Hápressa og meiri hápressa. Það spyrja sig kannski einhverjir hvort Klopp sé bara kominn á endastöð með Liverpool en hann áfram staðráðinn í að vinna gott starf hjá félaginu.

Leikmannaglugginn: Þrátt fyrir að það séu komnir tveir áhugaverðir leikmenn inn þá fær þessi gluggi falleinkunn hjá Liverpool. Það vantar fleiri leikmenn inn á miðsvæðið, það er klárt mál.

Komnir:
Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig - 60 milljónir punda
Alexis Mac Allister frá Brighton - 35 milljónir punda

Farnir:
Fabinho til Al-Ittihad - 40 milljónir punda
Jordan Henderson til Ettifaq - 12 milljónir punda
Sepp van den Berg til Mainz - Á láni
Roberto Firmino til Al-Ahli - Samningur rann út
Fábio Carvalho til RB Leipzig - Á láni
James Milner til Brighton - Samningur rann út
Calvin Ramsay til Preston - Á láni
Naby Keita til Werder Bremen - Samningur rann út
Alex Oxlade-Chamberlain - Samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Eins og áður kemur fram þá hlýtur að koma inn miðjumaður áður en glugginn lokar.



Lykilmenn: Nýr fyrirliði Liverpool er Virgil van Dijk og hann er auðvitað algjör lykilmaður. Hann átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð og verður að gera betur á komandi keppnistímabili. Mohamed Salah skorar alltaf og skorar í ensku úrvalsdeildinni. Maður býst alltaf við 20 mörkum eða meira frá honum, og það er bara krafan. Svo er Alisson líklega besti markvörður deildarinnar, það er gott að hafa þannig mann í sínu liði.

„Man bara ekki eftir mér öðruvísi"
Hanna Símonardóttir hefur haldið með Liverpool alla tíð og við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um liðið.

Ég byrjaði að halda með Liverpool af því að... Það er bara í blóðinu eða í hjartanu. Ég man ekki neina sérstaka ástæðu, man bara ekki eftir mér öðruvísi en að halda með Liverpool. Það var enginn fótboltaáhugi hjá foreldrum mínum, ég er elsta barnið þeirra og einhverra hluta vegna höldum við systkinin öll með Liverpool og höfum alltaf gert.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Margar af ferðunum á leiki eru alveg ógleymanlegar og alveg uppáhalds, en þegar þeir unnu Meistaradeildina 2005 er algjörlega galið kvöld í minningunni þó það hafi verið í sófanum heima. Einn af sonum mínum var með nokkra vini að horfa með okkur heima, í hálfleik gáfust þeir upp og fóru út á trampólín, ég galaði á eftir þeim að ég myndi kalla á þá þegar Liverpool væri búið að jafna. Þegar ég svo gargaði út af svölunum á þá, héldu þeir að það hefði orðið stórslys á heimilinu, ég var gjörsamlega sturluð, þeir skildu ekki orð, en ég var bara að láta þá vita að okkar menn væru búnir að jafna. Annar sonur minn var með fótboltaliðinu sínu að horfa heima hjá einum þjálfaranna. Eftir leik hringir hann og ég var svo gjörsamlega sturluð og stóð bara og gargaði í símann, svo hringir hann margoft aftur og einhverjir aðrir inn á milli og ég bara öskraði í símann í hvert skipti, talaði ekki við neinn, var bara alveg sturluð. Man samt að ég undraði mig á því eftir á hvað hann hringdi oft. Svo þegar hann kom heim sagði hann mér að hann hefði verið að leyfa liðsfélögunum að hringja úr sínum síma til að hlusta á öskrin í mér, þeir höfðu mjög gaman af.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Vonbrigði verður að segjast, eftir leikmannakaupin fyrir mót þá var maður ansi peppaður, þó mikið af meiðslum hafi sett strik í reikninginn þá hefði ég vilja sjá liðið gera betur, tímabilið var alls ekki nógu gott.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Eina sem er algjör regla er að ég fer alltaf í treyju á leikdegi. Þó ég nái ekki leiknum sem gerist sjaldan, þá fer ég í treyjuna. Ég var oft með einhverjar matarhefðir, t.d. umrætt ár 2005 þá höfðum við alltaf egg og beikon á meistaradeildar leikdögum, trúðum því alveg að það hefði átt sinn þátt í að ná titlinum, en eggin og beikonið skiluðu engu árið eftir, þannig hafa flestar aðrar matarhefðir farið.

Hvern má ekki vanta í liðið? Ætli ég verði ekki að segja Alisson.

Hver er veikasti hlekkurinn? Myndi segja Matip kallinn eins og staðan er núna.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég hef verið hrifin af Harvey Elliott, vonast til að sjá hann springa út í vetur

Við þurfum að kaupa... Djúpan á miðjuna, það bara verður að klára það mál. Væri geggjað að fá Romeo Lavia.

Hvað finnst þér um stjórann? Mér finnst hann geggjaður.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mjög vel, ég er alltaf mjög peppuð fyrir nýju tímabili.

Hvar endar liðið? Ég er að verða svo leiðinlega jarðbundin með aldrinum að ég segi bara topp fjórir.

Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn gegn Chelsea á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. Liverpool, 216 stig
3. Arsenal, 214 stig
4. Manchester United, 211 stig
5. Newcastle, 186 stig
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner