Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 11. september 2021 16:56
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Okkur fannst skrítið að dómararnir gripu ekki meira inn í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð niðurlútinn eftir 0-2 tap gegn KR á heimavelli. Keflavík er í harðri baráttu um að halda sér uppi og þessi úrslit hjálpuðu ekki til í því.

Sigurður var tekinn í viðtal eftir leik og þegar hann er spurður um hvernig honum liði hafði hann þetta að segja.

„Við erum svekktir, það eru mikil meiðsli í okkar hóp og við söknum tveggja leikmanna hér í dag sem eru í banni og svo missum við Ingimund í upphitun sem átti að byrja hér í dag og missum Frans útaf líka í meiðslum þar sem mér fannst dómararnir klikka þar illilega í þessu atviki hjá Frans. Við erum í áföllum menn eru kanski að stíga vaktina í stöðum sem þeir eru ekki vanir en þeir sem voru í dag þeir gerðu sitt besta og mér fannst vinnslan vera til staðar og KR fékk ekki mörg færi hérna í dag en þeir nýttu þessi fáu færi sem þeir fengu mjög vel og við nýttum okkar ekki vel við hefðum getað sett mörk hérna líka í dag."

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 KR

Sigurður var spurður nánar út í hvort hann vildi fá að sjá spjald þegar er brotið á Frans á þann hátt að hann þarf að vera borinn af velli.

„Nei dómararnir eiga bara að sjá um að dæma leikinn og auðvitað bara reiknar maður með því að þeir flauti sanngjarnt og eflaust gerðu þeir sitt besta í dag en okkur fannst svona einhverjir dómar meiga fara betur og klárlega þessi þegar Frans lendir í brotinu þarna frá Kjartani Henry þá fannst okkur mjög skrítið að þeir gripu ekki meira inn í þar."

Einnig var hann spurður hvort síðustu 2 leikirnir af mótinu voru ekki hreinir úrslitaleikir.

„Jú jú, klárlega. Maður þarf ekki annað en að kíkja á stöðutöfluna til að sjá það að þeir eru ofboðslega mikilvægir fyrir klúbbinn og við verðum bara að þjappa okkur saman og vera klárir í þá leiki. Þetta eru erfiðir leiki báðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar talar Sigurður nánar um innkomu Rúnars, mögulegt áframhaldandi starf með Keflavík og tilboð Lecce í Davíð Snæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner