Varnarmaðurinn Anton Freyr Hauks Guðlaugsson hefur fengið samningi sínum hjá Haukum rift og er að skoða í kringum sig.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann verið að æfa með Njarðvík upp á síðkastið.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann verið að æfa með Njarðvík upp á síðkastið.
Anton, sem er 25 ára gamall varnarmaður, kom í Hauka frá Keflavík stuttu fyrir tímabilið í fyrra. Í sumar lék hann 20 leiki með Haukum í 2. deild og skoraði tvö mörk.
Hann var samningsbundinn Haukum til ársins 2023 en hefur nú fengið þeim samningi rift.
Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar.
Einnig er Anton orðaður við ÍR og Þrótt Vogum sem leika í 2. deild næsta sumar. Njarðvík leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa unnið 2. deild í sumar.
Athugasemdir