Bournemouth íhugar að ráða Marcelo Bielsa en þetta kemur fram á The Athletic. Þessi 67 ára gamli Argentínumaður hefur verið atvinnulaus síðan hann var látinn fara frá Leeds í lok febrúar á þessu ári.
Stjórnarmenn félagsins eru sagðir hafa fundað með Bill Foley, verðandi eiganda félagsins, í Las Vegas í vikunni.
Bielsea tók við Leeds árið 2018 og kom liðinu upp í úrvalsdeildina tveimur árum síðar en það var í fyrsta sinn í 16 ár sem Leeds spilaði í úrvalsdeild.
Bournemouth hefur verið í leit af nýjum stjóra síðan Scott Parker var látinn taka pokann sinn eftir 9-0 tap liðsins gegn Liverpool fyrr á þessari leiktíð.
Athugasemdir