Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. nóvember 2022 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frederik um endurkomuna: Best í heimi að spila fyrir Ísland
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 1-0 gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik í Seúl í dag.

Ekki er annað hægt að segja en að sigurinn hafi verið verðskudaður, rétt eins og hjá Sádí-Arabíu gegn Íslandi á dögunum. Ísland átti góða kafla en Suður-Kórea var betra liðið í leiknum.

„Þetta var lokaður leikur, þeir voru meira með boltann en náðu ekki að ógna það mikið. Mér fannst við loka vel á þá," sagði Júlíus Magnússon, miðjumaður Íslands, við KSÍ TV og bætti við að hann væri svekktur að fá ekki jákvæð úrslit úr þessu.

Það voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni sem byrjuðu fyrir Ísland í dag og fengu tækifæri. Á meðal þeirra var Frederik Schram, markvörður Vals. Hann var að snúa aftur í landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru.

„Ég er mjög stoltur. Það er best í heimi að spila fyrir Ísland. Það var markmið að koma til baka. Ég er mjög stoltur og ánægður með það," sagði Frederik sem lék með Val í sumar og gerði það mjög vel.

Sjá einnig:
„Sýnir að strákarnir eru búnir að taka flott skref með sínum liðum"



Athugasemdir
banner
banner
banner