Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. nóvember 2022 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann skautaði fram hjá þeim eins og þeir væru ekki til staðar"
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic er aðalmaðurinn í liði Bandaríkjanna fyrir HM í Katar. Hann er með fyrirliðabandið og á að leiða þá úr erfiðum riðli sem inniheldur bæði England og Wales.

Það er mikil ábyrgð sett á herðar þessa hæfileikaríka leikmanns. Hann hefur ekki alveg náð að blómstra hjá Chelsea en hjá Bandaríkjunum er hann stærsti fiskurinn.

Aron Jóhannsson var gestur í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net fyrr í vikunni þar sem hann ræddi um Pulisic, leikmanninn sem hann er klárlega spenntastur fyrir í bandaríska liðinu.

„Hann er langbestur finnst mér," sagði Aron. „Captain America. Ég var í verkefni með liðinu þegar hann kom í fyrsta skipti. Ég sá það strax á fyrstu æfingunni að þessi gæi væri sérstakur."

„Þetta hefur verið um 2015 eða 2016. Ég gleymi þessu aldrei. Við fórum að spila ellefu á móti ellefu, gæinn pikkaði upp boltann hinum vallarhelmingnum og labbaði fram hjá mönnum eins og þeir væru keilur. Það voru ekki nein skæri eða óþarfa trix, hann skautaði fram hjá þeim eins og þeir væru ekki til staðar."

„Við vorum að horfa á þetta og við hugsuðum: 'Vá, þessi gæi verður góður'."

Hægt er hlusta á spjallið í heild sinni hér fyrir neðan þar sem Aron ræddi meira um Pulisic og möguleika Bandaríkjanna á HM í Katar.
HM hringborðið - Fyrsti Íslendingurinn sem komst á stærsta sviðið
Athugasemdir
banner
banner
banner