Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. nóvember 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengsta vika í lífi Coady - „Magnaðasta tilfinning í heimi"
Mynd: EPA

Conor Coady leikmaður Everton er í landsliðshópi Englands sem fer á HM í Katar. Hann beið gríðarlega spenntur eftir því að sjá hvort hann yrði valinn.


„Þetta hefur verið lengsta vika lífs míns, fólk vildi alltaf tala við mig en mér leið stundum illa því því ég var alltaf að segja „Ég vil ekki tala um það fyrr en þetta er staðfest á fimmtudaginn," sagði Coady í samtali við Evertonfc.com.

„Þannig er ég bara. Ég vildi ekki hugsa um þetta því biðin varð alltaf lengri og lengri eftir fimmtudeginum, þetta var erfitt."

Coady var spurður hvaða tilfinningar hafi brotist um þessa viku.

„Ég var aðallega stressaður og þegar þú færð skilaboðin er það ekki léttir heldur spenna. Maður hugsar; Hversu geggjað er þetta? 'Spila á HM fyrir þjóðina'. Það er magnaðasta tilfinning í heimi," sagði Coady að lokum.

Þessi 29 ára gamli miðvörður á 10 leiki að baki fyrir landsliðið og eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner