Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 11. nóvember 2022 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scamacca vill vera meira eins og Cantona
Mynd: EPA

Gianluca Scamacca leikmaður West Ham hefur ekki komið af miklum krafti inn í ensku úrvals deildina en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 12 leikjum.


Þessi 23 ára gamli ítali kom til félagsins frá Sassuolo í sumar en hann var í viðtali hjá The Guardian á dögunum. Þar talaði hann meðal annars um átrúnaðargoðið sitt.

Hann hélt mikið upp á Eric Cantona en það er athyglisvert í ljósi þess að hann lagði skóna á hilluna tveimur árum áður en Scamacca fæddist. Blaðamaðurinn sagði við Scamacca að hann væri greinilega mikið 'fótboltanörd'.

„Nörd? Ef ég hefði ekki verið svona væri ég ekki hér í dag," sagði Scamacca.

Vill spila meira eins og Cantona.

„Hann hafði mikil áhrif á vellinum, svolítið hrokafullur. Ég er að reyna að vera svoleiðis sjálfur, reyna að hafa meiri áhrif og vera með meira sjálfstraust," sagði Scamacca.

„Ég hef náð upp í 70%, eftir nokkra mánuði kemst ég alla leið eða verð mjög nálægt því. Ég veit ég get gert betur. Þess vegna vil ég vinna í sjálfstraustinu og ákefðinni, nýta líkamsstyrkinn meira. Í úrvalsdeildinni þarftu að láta fara mikið fyrir þér, ég þarf að venjast því hratt."


Athugasemdir
banner
banner
banner