Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 11. nóvember 2022 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úr neðri deildum og á HM - „Magnað að fylgjast með þessu"
Mynd: Getty Images

Callum Wilson framherji Newcastle er í landsliðshópi Englands sem fer á HM en þessi þrítugi leikmaður er á leið á sitt fyrsta stórmót.


Eddie How stjóri liðsins ræddi um Wilson á fréttamannafundi í dag.

„WIlson hefur átt erfiðan feril, þetta hefur ekki alltaf snúist um árangur. Hann hefur farið úr neðri deildum og er á leið á HM með landsliðinu. Það hefur verið magnað að fylgjast með þessu með eigin augum, þegar maður sér hvernig hann náði þessu, metnaðurinn og jákvætt hugarfar," sagði Howe.

„Það er svolítið í móðu, við vorum á æfingu og komum inn og heyrðum fréttirnar. Strákarnir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd, hann er vinsæll meðal hópsins," sagði Howe um það hvernig Wilson fékk fréttirnar af valinu.

Wilson hefur skorað sex mörk í tíu leikjum á þessari leiktíð. Hann hefur verið veikur að undanförnu og óvíst hvort hann verði klár í slaginn með Newcastle um helgina þegar liðið mætir Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner