Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var mjög svekktur með 2-0 tap sinna manna gegn Haukum í 1. deildinni í dag.
ÍA er komið upp en hefði getað tekið 1. sæti deildarinnar með sigri í dag, og er Gunnlaugur ósáttur með andleysi sinna manna.
ÍA er komið upp en hefði getað tekið 1. sæti deildarinnar með sigri í dag, og er Gunnlaugur ósáttur með andleysi sinna manna.
,,Ég er fyrst og fremst svekktur út í mitt lið. Það var eins og við værum orðnir saddir, komnir með þetta markmið sem við settum okkur, að komast upp, og vildum ekki gera alvöru atlögu að þessu gulli. Það var nú heldur betur dauðafæri, því Leiknir missteig sig og það eru mikil vonbrigði að nýta það ekki," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.
,,Þetta er einn af þessum leikjum sem er erfitt að rýna í. Við náum ekki upp stemningu og ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á því. En það er auðvitað fyrst og fremst leikmannanna að gíra sig upp í þennan leik, og því miður tókst það ekki í dag."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir