Hjörtur Júlíus Hjartarson, framherji ÍA, var hundsvekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Haukum á heimavelli í kvöld.
ÍA hefði tekið 1. sætið í 1. deild með sigri en mistókst að nýta sér jafntefli Leiknismanna í dag.
ÍA hefði tekið 1. sætið í 1. deild með sigri en mistókst að nýta sér jafntefli Leiknismanna í dag.
,,Þetta er bara rosalega svekkjandi. Það skiptir ekki öllu hvort þetta hafi verið síðasti heimaleikurinn, þetta var bara leikur þar sem sigur hefði komið okkur í efsta sætið. Við misstum af tækifæri til þess, þetta var bara drullulélegt," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.
Hjörtur hefur ekki ákveðið hvert næsta skref á ferlinum verður, en hann segir þó að þetta hafi hugsanlega verið hans síðasti heimaleikur í gulu treyjunni. Er hann svekktur yfir því að yfirgefa Skagann mögulega á þennan hátt.
,,Ég veit ekkert hvað ég geri, ég er ekkert að spá í því akkúrat núna. Ég er bara meira að svekkja mig á því að þetta hafi hugsanlega verið minn síðasti heimaleikur á Skaganum, að enda það með 2-0 tapi og vera grútlélegur. Maður verður smá svekktur yfir því í einhvern tíma."
Athugasemdir