Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   lau 13. september 2014 17:04
Ingunn Hallgrímsdóttir
Hjörtur: Hugsanlega síðasti heimaleikurinn á Skaganum
Hjörtur gæti hafa spilað sinn síðasta heimaleik á Skaganum.
Hjörtur gæti hafa spilað sinn síðasta heimaleik á Skaganum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Júlíus Hjartarson, framherji ÍA, var hundsvekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Haukum á heimavelli í kvöld.

ÍA hefði tekið 1. sætið í 1. deild með sigri en mistókst að nýta sér jafntefli Leiknismanna í dag.

,,Þetta er bara rosalega svekkjandi. Það skiptir ekki öllu hvort þetta hafi verið síðasti heimaleikurinn, þetta var bara leikur þar sem sigur hefði komið okkur í efsta sætið. Við misstum af tækifæri til þess, þetta var bara drullulélegt," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur ekki ákveðið hvert næsta skref á ferlinum verður, en hann segir þó að þetta hafi hugsanlega verið hans síðasti heimaleikur í gulu treyjunni. Er hann svekktur yfir því að yfirgefa Skagann mögulega á þennan hátt.

,,Ég veit ekkert hvað ég geri, ég er ekkert að spá í því akkúrat núna. Ég er bara meira að svekkja mig á því að þetta hafi hugsanlega verið minn síðasti heimaleikur á Skaganum, að enda það með 2-0 tapi og vera grútlélegur. Maður verður smá svekktur yfir því í einhvern tíma."
Athugasemdir
banner
banner