Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 14. janúar 2016 08:25
Þórður Már Sigfússon
Noregur síðasti mótherji Íslands fyrir EM
Heimir og Lars munu halda til Noregs áður en stefnan verður tekin til Frakklands.
Heimir og Lars munu halda til Noregs áður en stefnan verður tekin til Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mun mæta Noregi í vináttulandsleik ytra skömmu áður en Evrópumótið í Frakklandi hefst ef marka má fréttir í norskum fjölmiðlum í gær.

Samkvæmt frétt í Dagbladet hafa knattspyrnusambönd þjóðanna sammælst um leikinn sem mun fara fram í Osló en enn á eftir að ákveða leikdaginn. Hins vegar er ljóst er að hann mun fara fram 30. maí eða 7. júní.

Hvorki íslenska né norska knattspyrnusambandið hafa staðfest þessar fregnir.

Íslenska landsliðið er þessa daganna statt í æfingaferð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sigruðu strákarnir Finnland, 1-0, í vináttulandsleik í Abu Dhabi í gær.

Heimamenn verða síðan andstæðingar Íslands á Laugardaginn áður en haldið verður vestur á bóginn þar sem landsliðið mun etja kappi gegn Bandaríkjamönnum í lok mánaðarins.

Ísland mun síðan mæta Grikkjum ytra 29. mars áður en áðurnefndur leikur gegn Noregi fer fram. Sá leikur verður síðasti leikur landsliðsins fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner