Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   fim 14. desember 2023 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Björnsson búinn að semja við Leikni R.
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sindri Björnsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við Leikni R. sem gildir næstu tvö árin.

Sindri er miðjumaður fæddur 1995 sem er uppalinn hjá Leikni og þótti gríðarlega mikið efni á sínum tíma.

Hann skipti tvítugur til Vals og hefur einnig leikið fyrir ÍBV og Grindavík á ferlinum, auk þess að eiga 21 landsleik að baki fyrir yngri landslið Íslands, allt frá U16 að U21.

Sindri spilaði 19 leiki í Lengjudeildinni í sumar er Leiknir endaði í efri hluta deildarinnar, með 35 stig úr 22 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner