Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 15. maí 2023 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho sárþjáður og óttast að hann verði lengi frá
Fór af vellinum í sjúkrabíl.
Fór af vellinum í sjúkrabíl.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur, fór af velli snemma leiks þegar HK var í heimsókn í Keflavík.

„Nacho Heras liggur utan vallar og þarf aðhlynningu. Varamaður sendur að hita upp. Sýnist Nacho halda um hnéð. Nacho virkar sárþjáður og þetta lítur hreinlega ekki vel út," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu frá leiknum í gær. Nacho fór af vellinum í sjúkrabíl eins og sjá má á myndinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 HK

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur í dag.

„Þetta lítur ekki nógu vel út, hann er sárþjáður og við erum að reyna koma honum að í MRI (segulómun). Hann fann einhvern smell í hnénu þegar þetta gerðist og er bara verkjaður. Það er grunur um að þetta gæti verið liðbandið innan á hnénu, eða liðþófi. Við vitum ekki neitt, en þetta eru nú samt sennilega meiðsli þar sem hann er allavega margar vikur eða mánuði að ná sér," sagði Siggi Raggi.

Nánar var rætt við þjálfarann um stöðuna á hópnum og birtist sá hluti seinna í dag.

Nacho er 31 árs Spánverji sem gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2020 eftir að hafa leikið með Víkingi Ólafsvík og Leikni tímabilin þar á undan. Hann er uppalinn hjá Real Madrid og Atletico Madrid og var um tíma á mála hjá Espanyol.

Hann hafði byrjað alla sjö leiki Keflavíkur á tímabilinu, verið fyrirliði í tveimur þeirra, og á alls að baki 124 deildarleiki hér á landi.
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner