Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 17. apríl 2021 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Hrafn frá í um tvo mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson fór meiddur af velli í jafntefli Víkings og Vals í æfingaleik í dag.

Tryggvi lenti í tæklingu og meiðslin eru nokkuð alvarleg.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net þá fótbrotnaði Tryggvi, en það kom fram í útvarpsþættinum í dag að það sé búist við því að hann verði frá í um tvo mánuði.

Tryggvi gekk í raðir Vals frá ÍA eftir síðasta tímabil og hann mun missa af fyrstu vikum Íslandsmótsins. Pepsi Max-deildin hefst 30. apríl og leikur Valur opnunarleikinn einmitt við ÍA. Tryggvi mun því missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum.

Hér að neðan má nálgast upptöku af þættinum.
Útvarpsþátturinn - Siggi Höskulds, vetrarverðlaun og Spánarspark
Athugasemdir
banner
banner
banner