Það er mikil barátta um Stefan Bajcetic, miðjumann Liverpool, áður en janúarglugginn lokar.
Hann var lánaður til Red Bull Salzburg í Austurríki síðasta sumar en hann hefur ekki fundið sig þar. Liverpool ætlar að kalla hann til baka og lána hann annað.
Hann var lánaður til Red Bull Salzburg í Austurríki síðasta sumar en hann hefur ekki fundið sig þar. Liverpool ætlar að kalla hann til baka og lána hann annað.
Samkvæmt Relevo á Spáni er mikil barátta um miðjumanninn efnilega en Las Palmas, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, virðist leiða kapphlaupið.
Porto hefur líka sýnt honum áhuga og þá er Getafe með augastað á honum.
Það verður fróðlegt að sjá hvar Bajcetic endar en hann er aðeins tvítugur og þykir eiga framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir