Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
   mið 29. janúar 2025 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil barátta um ungan leikmann Liverpool
Stefan Bajcetic.
Stefan Bajcetic.
Mynd: Salzburg
Það er mikil barátta um Stefan Bajcetic, miðjumann Liverpool, áður en janúarglugginn lokar.

Hann var lánaður til Red Bull Salzburg í Austurríki síðasta sumar en hann hefur ekki fundið sig þar. Liverpool ætlar að kalla hann til baka og lána hann annað.

Samkvæmt Relevo á Spáni er mikil barátta um miðjumanninn efnilega en Las Palmas, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, virðist leiða kapphlaupið.

Porto hefur líka sýnt honum áhuga og þá er Getafe með augastað á honum.

Það verður fróðlegt að sjá hvar Bajcetic endar en hann er aðeins tvítugur og þykir eiga framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner