Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 19. apríl 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægjuleg endurkoma - „Mamma skoraði síðast þegar við unnum Sviss"
Icelandair
Nú er ég komin aftur og þarf bara að njóta augnabliksins
Nú er ég komin aftur og þarf bara að njóta augnabliksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í gær eftir að kynningarfundi fyrir Bestu deild kvenna lauk. Ásta ræddi um landsliðið, nýtt fyrirkomulag í Bestu deildinni og deildina sjálfa í viðtalinu.

Fyrr í þessum mánuði sneri hún aftur í landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik í fjórtán mánuði þegar Ísland lagði Sviss í vináttuleik á útivelli. Sigurinn var sá þriðji á Sviss í sögunni og sá fyrsti í 37 ár. Síðast hafði liðið unnið Sviss á Akranesvelli í ágústmánuði 1986. Þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins. Frá þeim leik hafði Sviss unnið fjóra leiki í röð.

„Tilfinningin var mjög góð, ég var mjög spennt og gaman að vera komin aftur í hópinn. Nú þarf ég bara að halda mér þar. Nei, að sjálfsögðu ekki. Það voru bara aðstæður sem komu upp, ég meiddist og komst ekki í EM hópinn sem voru ákveðin vonbrigði. En nú er ég komin aftur og þarf bara að njóta augnabliksins," sagði Ásta.

„Ég veit ekki hvað það voru mörg ár síðan við unnum þær síðast, en tilfinningin var mjög góð. Það er gott að vinna landsleik, alltaf gaman. Það var góður andi og allir mjög ánægðir með sigurinn, síðast þegar við unnum þá skoraði mamma mín í leiknum," sagði Ásta og hló. Kristín Anna er einmitt móðir Ástu.

Ásta er 29 ára og var að spila sinn tólfta landsleik. Hún er hægri bakvörður og missti af átta leikjum á síðasta tímabili vegna meiðsla. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.

Leikskýrslan 23. ágúst 1986

Sjá einnig:
37 ár frá síðasta sigri Íslands gegn Sviss - „Jákvætt að brjóta niður svoleiðis hluti"
Athugasemdir
banner
banner
banner