
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í gær eftir að kynningarfundi fyrir Bestu deild kvenna lauk. Ásta ræddi um landsliðið, nýtt fyrirkomulag í Bestu deildinni og deildina sjálfa í viðtalinu.
Fyrr í þessum mánuði sneri hún aftur í landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik í fjórtán mánuði þegar Ísland lagði Sviss í vináttuleik á útivelli. Sigurinn var sá þriðji á Sviss í sögunni og sá fyrsti í 37 ár. Síðast hafði liðið unnið Sviss á Akranesvelli í ágústmánuði 1986. Þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins. Frá þeim leik hafði Sviss unnið fjóra leiki í röð.
„Tilfinningin var mjög góð, ég var mjög spennt og gaman að vera komin aftur í hópinn. Nú þarf ég bara að halda mér þar. Nei, að sjálfsögðu ekki. Það voru bara aðstæður sem komu upp, ég meiddist og komst ekki í EM hópinn sem voru ákveðin vonbrigði. En nú er ég komin aftur og þarf bara að njóta augnabliksins," sagði Ásta.
„Ég veit ekki hvað það voru mörg ár síðan við unnum þær síðast, en tilfinningin var mjög góð. Það er gott að vinna landsleik, alltaf gaman. Það var góður andi og allir mjög ánægðir með sigurinn, síðast þegar við unnum þá skoraði mamma mín í leiknum," sagði Ásta og hló. Kristín Anna er einmitt móðir Ástu.
Ásta er 29 ára og var að spila sinn tólfta landsleik. Hún er hægri bakvörður og missti af átta leikjum á síðasta tímabili vegna meiðsla. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Leikskýrslan 23. ágúst 1986
Sjá einnig:
37 ár frá síðasta sigri Íslands gegn Sviss - „Jákvætt að brjóta niður svoleiðis hluti"
Athugasemdir