Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sigur í fyrsta leik Mourinho - Fjórir Íslendingar spiluðu
Mourinho byrjar vel á Ítalíu.
Mourinho byrjar vel á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Arnór kom inn á sem varamaður.
Arnór kom inn á sem varamaður.
Mynd: Venezia
Jose Mourinho fer mjög vel af stað sem knattspyrnustjóri Roma. Ítalska liðið vann sigur í Sambandsdeildinni í síðustu viku og í dag hóf liðið leik í ítölsku úrvalsdeildinni.

Roma fékk Fiorentina í heimsókn. Bartlomiej Dragowski, markvörður Fiorentina, var rekinn af velli snemma leiks. Henrikh Mkhitaryan, leikmaður sem Mourinho lét fara frá Man Utd, kom svo Roma yfir.

Roma missti Nicolo Zaniolo af velli í seinni hálfleik með rautt spjald og Fiorentina jafnaði stuttu eftir það. Roma sýndi hins vegar mikinn karakter og kláraði leikinn. Jordan Veretout skoraði tvisvar áður en flautað var til leiksloka, og 3-1 lokatölur.

Íslendingalið Venezia tapaði þá fyrir Napoli, 2-0. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik, en Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson voru ónotaðir varamenn. Venezia var einum fleiri frá 23. mínútu en náði engan veginn að nýta sér liðsmuninn.

Napoli 2 - 0 Venezia
0-0 Lorenzo Insigne ('57 , Misnotað víti)
1-0 Lorenzo Insigne ('62 , víti)
2-0 Eljif Elmas ('72 )
Rautt spjald: Victor Osimhen, Napoli ('23)

Roma 3 - 1 Fiorentina
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('26 )
1-1 Nikola Milenkovic ('60 )
2-1 Jordan Veretout ('64 )
3-1 Jordan Veretout ('79 )
Rautt spjald: Bartlomiej Dragowski, Fiorentina ('17), Nicolo Zaniolo, Roma ('52)

Íslendingaslagur í Serie B
Í B-deildinni á Ítalíu var Íslendingaslagur þegar Pisa og Spal áttust við. Hjörtur Hermannsson lék í vörn Pisa og hjá Spal kom hinn efnilegi Mikael Egill Ellertsson inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Pisa.

Þórir Jóhann Helgason lék með Lecce í 3-0 tapi gegn Cremonese. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu, en Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Lecce.
Athugasemdir
banner
banner
banner