Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
banner
   sun 22. september 2024 16:57
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Haukar fögnuðu meistaratitlinum með stæl
Mynd: Mummi Lú
Einherji 0 - 4 Haukar
0-1 Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('12 )
0-2 Elísabet Ósk L. Servo Ólafíud. ('51 )
0-3 Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('60 )
0-4 Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('88 )
Rautt spjald: Ásdís Fjóla Víglundsdóttir , Einherji ('36)

Haukar fögnuðu meistaratitlinum í 2. deild kvenna með því að vinna Einherja, 4-0, í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.

Haukaliðið varð meistari í gær eftir að Völsungur gerði 3-3 jafntefli við ÍH.

Liðið fagnaði deildartitlinum á Vopnafirði og þar var boðið upp á sýningu.

Ragnheiður Tinna Hjaltalín skoraði fyrsta markið á 12. mínútu, en þær spiluðu gegn tíu leikmönnum síðasta klukkutímann eftir að Ásdís Fjóla Viglundsdóttir fékk að líta rauða spjaldið í liði Einherja.

Elísabet Ósk L. Servo Ólafíudóttir bætti við öðru snemma í síðari hálfleik áður en Ragnheiður Tinna fullkomnaði þrennu sína með tveimur mörkum á síðasta hálftímanum.

Haukar eru nú með 50 stig, átta stigum meira en KR og Völsungur, þegar ein umferð er eftir. KR er í öðru sætinu á markatölu og fær auðveldari viðureign í lokaumferðinni, en liðið mætir Einherja á meðan Völsungur spilar við meistaralið Hauka.
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 19 16 2 1 83 - 24 +59 50
2.    KR 19 13 3 3 64 - 22 +42 42
3.    Völsungur 19 13 3 3 59 - 18 +41 42
4.    ÍH 20 8 3 9 63 - 48 +15 27
5.    Einherji 19 7 3 9 33 - 38 -5 24
Athugasemdir
banner
banner