Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
banner
   sun 22. september 2024 16:48
Brynjar Ingi Erluson
Emilía tapaði toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emilía Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Nordsjælland töpuðu fyrir Fortuna Hjörring, 2-0, í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Landsliðskonan var eins og venjulega í byrjunarliði Nordsjælland en þessi tvö lið hafa verið sterkust í byrjun leiktíðar og var leikurinn barátta um efsta sætið.

Florentina Olar-Spanu og Joy Omewa sáu til þessað Fortuna tæki toppsætið en liðið er nú með 16 stig, einu stigi meira en Nordsjælland.

Emilía, sem er markahæsti í deildinni með sex mörk, lék allan leikinn fyrir Nordsjælland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner