Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
   sun 22. september 2024 16:55
Elvar Geir Magnússon
Vesturbæ
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark Vestra sem kom tvisvar til baka og gerði 2-2 jafntefli gegn KR í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í Bestu deildinni eftir tvískiptinguna en liðin eru bæði í fallbaráttu.

„Það var mjög sterkt að koma til baka verð ég að segja," sagði Andri Rúnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

„Leikirnir milli þessara liða hafa verið frekar jafnir en það var bara eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik í dag og það voru þeir. Ég er mjög ánægður með það hvernig við brugðumst við því í seinni hálfleik. Það var stress í liðinu í fyrri hálfleik og við vorum ólíkir sjálfum okkur."

„Það er alltaf gott að skora, það er ætlast til þess að maður sé að skora mörk."

Andri hefði getað tryggt Vestra stigin þrjú því að í uppbótartíma fékk hann hörkufæri sem Guy Smit varði vel. Andri gerði frábærlega í undirbúningnum.

„Þetta var mjög vel varið hjá honum. Ég var nánast orðinn bensínlaus eftir að ég var búinn að taka snúninginn. Ég var helvíti þungur í löppunum, ætlaði að lauma honum í nær en náði engum krafti í skotið. Hann beið, ég hélt að ég hefði náð að plata hann."
Athugasemdir
banner
banner