Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Tíu leikmenn Arsenal leiða á Etihad - Guardiola sparkaði í sætið eftir draumamark Calafiori
Gabriel fagnar öðru marki Arsenal
Gabriel fagnar öðru marki Arsenal
Mynd: Getty Images
Trossard fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks
Trossard fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Getty Images
Arsenal er 2-1 yfir gegn Manchester City í hálfleik á Etihad í stórslag helgarinnar en það hefur gengið á ýmsu á þessum rúmu 45 mínútum sem hafa verið spilaðar.

Það voru tæpar 40 sekúndur liðnar þegar Kai Havertz axlaði Rodri niður í grasið en var ekki refsað af Michael Oliver, dómara leiksins.

Erling Braut Haaland kom Man City yfir á 9. mínútu og jafnaði þar með markamet Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Ronaldo skoraði fyrstu 100 mörk sín í aðeins 105 leikjum, eins og Haaland, sem jafnaði það í dag.

Ilkay Gündogan var nálægt því að bæta við forystuna fimm mínútum síðar en skot hans hafnaði í stöng.

Arsenal-menn jöfnuðu á 22. mínútu og var það nýi maðurinn, Riccardo Calafiori, sem gerði markið með glæsilegu skoti fyrir utan teig og í hægra hornið. Góð leið til að stimpla sig inn í deildina, en þetta vakti viðbrögð frá Pep Guardiola. stjóra Man City, sem gekk upp að sæti sínu og sparkaði í það af miklum krafti.

Sjáðu draumamark Calafiori

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes kom Arsenal í 2-1 í byrjun á uppbótartíma fyrri hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu Bukayo Saka.

Þegar lítið var eftir af uppbótartímanunm fækkaði í liði Arsenal er Leandro Trossard fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum er hann fór harkalega í Bernardo Silva. Arsenal menn mæta því manni færri inn í síðari hálfleikinn sem mun væntanlega bjóða upp gríðarlega spennu.

Rauða spjaldið á Trossard


Athugasemdir
banner
banner
banner