Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 23. mars 2021 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Guðlaugur Victor: Skiptir ekki hvort ég er bakvörður eða miðjumaður
Icelandair
Guðlaugur Victor ræðir við Lars Lagerback á æfingu íslenska landsliðsins í Þýskalandi í gær.
Guðlaugur Victor ræðir við Lars Lagerback á æfingu íslenska landsliðsins í Þýskalandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er virkilega spennandi, það er gott að vera kominn aftur í kringum hópinn og spennandi tímar framundan," sagði Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í gær en liðið undirbýr sig nú undir leik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022 næstkomandi fimmtudagskvöld.

„Það er alltaf gaman að spila á móti bestu þjóðunum og bestu leikmönnunum. Þetta verður erfitt verkefni en fótbolti er fótbolti og það er allt hægt í þessu," hélt hann áfram.

„Við förum í þetta verkefni eins og öll verkefni og viljum vinna leikinn og vitum að á góðum degi getum við strítt stóru liðunum."

Ísland teflir fram nýju þjálfarateymi að þessu sinni, Arnar Þór Viðarsson er þjálfari með þá Eið Smára Guðjohnsen og Lars Lagerback sér við hlið. Þeir hafa gefið út að Guðlaugur Victor sé hugsaður sem miðjumaður í liðinu eftir að hafa verið hægri bakvörður hjá forverum þeirra.

„Þetta er spennandi, nýir þjálfarar með nýjar skoðanir á hlutunum. Fyrir mitt leiti skiptir engu máli hvort ég sé hægri bakvörður eða miðvörður. Mig langar að spila og gera mitt besta fyrir liðið, það er mikil tilhlökkun fyrir því," sagði Gulli en hvort finnst honum skemmtilegra?

„Það er bara gaman að spila. Ég lærði nýja hluti á að spila hægri bakvörðinn og fannst það mjög gaman, ég viðurkenni það. Ég er miðjumaður og veit að mínir styrkleikar liggja þar og get ekki sagt til um hvort mér finnst skemmtilegra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan þar sem hann talar um endurkomu Lars Lagerback: „Það bera allir mikla virðingu fyrir honum og það er frábært að fá hans sýn í þetta aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner