Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Mikkelsen kveður Kolding - Hvað næst?
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen er að yfirgefa herbúðir Kolding eftir tímabilið en hann segir frá því á Facebook að í kvöld muni hann spila sinn síðasta heimaleik fyrir félagið.

Kolding, sem er í B-deild í Danmörku, spilar í kvöld við AaB frá Álaborg á heimavelli í næst síðasta deildarleik sínum á heimavellinum.

„Ég þakka liðsfélögum mínum og stuðningsmönnunum fyrir góðan tíma," skrifar Mikkelsen.

„Ég hlakka til að takast við nýjar áskoranir á mínum ferli."

Mikkelsen, sem er 34 ára, spilaði með Breiðabliki frá 2018 til 2021 og var á þeim tíma einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar.

Fyrir tímabilið sem er núna í gangi voru sögur um að hann væri að koma aftur til Íslands og það er spurning hvort það verði að veruleika núna í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner