Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler tekinn við Brighton (Staðfest) - Langyngsti þjálfarinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Brighton og verður hann sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hürzeler er ekki nema 31 árs gamall en hann hefur starfað við stjórnvölinn hjá FC St. Pauli undanfarin tvö ár.

Þar hefur hann hrifið þýska fótboltaaðdáendur og tókst honum að fara með St. Pauli upp í efstu deild þýska boltans eftir meira en 10 ára bið.

Hurzeler fær þriggja ára samning hjá Brighton en hann á eftir að fá atvinnuleyfi í gegn til að starfa á Englandi.

Hann tekur við þjálfarastöðunni af Roberto De Zerbi sem virðist líklegastur til að taka við Olympique Marseille í Frakklandi.


Athugasemdir
banner