Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   sun 16. júní 2024 08:20
Elvar Geir Magnússon
Úr úkraínsku þriðju deildinni í gullskóinn á Spáni
Artem Dovbyk er markakóngur La Liga.
Artem Dovbyk er markakóngur La Liga.
Mynd: Getty Images
Dovbyk er með 10 mörk í 28 landsleikjum fyrir Úkraínu.
Dovbyk er með 10 mörk í 28 landsleikjum fyrir Úkraínu.
Mynd: EPA
Úkraína hefur leik á EM á morgun þegar liðið mætir Rúmeníu. Sá sem leiðir sóknarlínu Úkraínu er hinn stóri og stæðilegi Artem Dovbyk, sem varð markakóngur spænsku deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.

Dovbyk var funheitur með spútnikliði Girona og er Atletico Madrid nú að reyna að vinna í að landa honum.

Við höfum áður fjallað um vegferð þessa 26 ára leikmanns sem danska félagið Midtjylland fékk til sín í janúar 2018, eftir að hafa fylgst grannt með honum í sex mánuði. Stærstan hluta þess tíma hafði Dovbyk leikið í úkraínsku 3. deildinni.

Floppaði í Danmörku en var óstöðvandi á Spáni
Dovbyk skoraði bara eitt mark í átján leikjum fyrir Midtjylland og var í svipuðu brasi með Sönderjyske þar sem hann var á láni.

Honum gekk illa að skora og spilmínútunum fækkaði svo hann fór heim til Úkraínu 2020 með skottið á milli lappanna og samdi við Dnipro-1. Hann fór hægt af stað í markaskorun hjá liðinu en svo fóru mörkin að detta inn.

Eftir innrás Rússa inn í Úkraínu var tímabilið 2021-22 stöðvað um skeið. Dovbyk fór tímabundið til Dynamo Kiev til að halda sér í formi þar sem liðið var að leika æfingaleiki í Evrópu. Hann varð svo markakóngur úkraínsku deildarinnar tímabilið 2022-23.

Í fyrrasumar var Dovbyk keyptur til Girona. Hann kostaði um sjö milljónir evra sem verður að teljast heldur betur lítið þegar horft er til þess sem Dovbyk hefur skilað.


Athugasemdir
banner
banner
banner